Einn fræg­ast­i sak­a­mál­a­verj­and­i Nor­egs, hinn sjö­tug­i Tor Kjær­vik, fannst myrt­ur á heim­il­i sínu í gær­kvöld­i. Hann var skot­inn til bana og er einn í hald­i grun­að­ur um verkn­að­inn. Lög­regl­a seg­ir að menn­irn­ir hafi tengst fjöl­skyld­u­bönd­um. Hinn grun­að­i er á fer­tugs­aldr­i og er norsk­ur.

Morð­ið átti sér stað laust fyr­ir klukk­an níu í gær­kvöld­i í Røa, út­hverf­i Osló. Lög­regl­a hef­ur ekki vilj­að gefa út ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um at­burð­a­rás­in­a en sam­kvæmt vitn­um sem norsk­a rík­is­út­varp­ið NRK hef­ur rætt við var nokkr­um skot­um hleypt af á heim­il­i Kjær­vik.

Eitt vitn­­i sagð­­ist hafa heyrt sjö skot­hv­ell­­i og ösk­­ur ber­­ast af heim­­il­­i verj­and­ans. Annað seg­­ist hafa séð mann með það sem virt­­ist vera skot­v­opn hlaup­­a af vett­v­ang­­i. Búið er að ræða við vitn­­i og er rann­­sókn­­ar­­deild lög­r­egl­­u að störf­­um við að rann­s­ak­­a vett­v­ang­­inn.

Marg­ir voru á heim­il­in­u er morð­ið átti sér stað og lög­regl­a hef­ur lagt hald á skot­vopn sem tal­ið er að hafi ver­ið beitt við morð­ið. Ekki ligg­ur fyr­ir um hvern­ig vopn er að ræða.
Hinn grun­að­i var úr­skurð­að­ur í gæsl­u­varð­hald í morg­un en hann var hand­tek­inn á vett­vang­i skömm­u eft­ir morð­ið. Hann verð­ur að sögn Anne Al­ræk Sol­em, sem fer fyr­ir rann­sókn lög­regl­u, form­leg­a yf­ir­heyrð­ur á morg­un. Hún seg­ir mik­il­væg­ast að ræða við hinn grun­að­a og býst við því að lög­regl­a ræði við hann í dag.

Fræg­ur en forð­að­ist sviðs­ljós­ið

Kjær­vik var einn þekkt­ast­i verj­and­i Nor­egs og komst fyrst í sviðs­ljós­ið seint á ní­und­a ár­a­tugn­um er hann varð­i tvo menn sem köst­uð­u eld­sprengj­u á Blitz hús­ið í Osló, sam­kom­u­stað vinstr­i­sinn­aðr­a, árið 1989. Eftir því sem leið á tí­und­a ár­a­tug­inn varð­i hann hjúkr­un­ar­fræð­ing sem sök­uð var um að hafa myrt tíu manns í hinu svo­kall­að Landås máli árið 1995. Hann vakt­i at­hygl­i fyr­ir fram­gang sinn í mál­in­u og barð­ist af kjaft­i og klóm fyr­ir skjól­stæð­ing sinn. Mál­ið var á end­an­um fellt nið­ur.

Mynd/NRK

Sama ár var Kjær­vik á leið sinn­i í rétt­ar­sal í Osló með skjól­stæð­ing sín­um þeg­ar hann var skot­inn af stutt­u færi og lést skömm­u síð­ar. „Ég stóð fyr­ir aft­an skjól­stæð­ing minn og stóð allt í einu fyr­ir fram­an ger­and­ann. Ég kast­að­ist í gegn­um rúðu og lá á gólf­in­u er hann skaut aft­ur,“ sagð­i Kjær­vik eft­ir morð­ið. Hann bar síð­an vitn­i gegn morð­ingj­an­um.

Kjær­vik var þekkt­ur fyr­ir yf­ir­veg­að­a hegð­un sína fyr­ir rétt­i og forð­ast sviðs­ljós­ið. Í við­tal­i við dag­blað­ið VG árið 1999 sagð­ist hann hverg­i kunn­a bet­ur við sig en í rétt­ar­saln­um. „Fjör­ið í dóms­saln­um gef­ur mér mik­ið. Tveir dag­ar af papp­írs­vinn­u á skrif­stof­unn­i og ég verð ó­þreyj­u­full­ur,“ sagð­i hann.