Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur haft í ýmsu að snúast í dag. Þar á meðal hafði hún af­skipti af þekktum brota­manni eftir henni barst á­bending um að maðurinn hefði í fórum sínum skamm­byssu. Lög­reglu tókst að hafa upp á við­komandi og var hann hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu.

Vopnið fannst en við nánari skoðun kom þó í ljós að um gas­byssu var lík­legast að ræða en í dag­bók lög­reglu er tekið fram að vopnið hafi þó svipað nokkuð til raun­veru­legrar skamm­byssu.

Tveir aðilar voru hand­teknir og vistaðir í fanga­geymslu vegna gruns um stór­felldan þjófnað úr mat­vöru­verslunum en málið er enn í rann­sókn.

Þá voru tveir öku­menn stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Annar mannanna var sviptur öku­réttindum en hinn er einnig grunaður um brot gegn út­lendinga­lögum. Um að­skilin til­vik er að ræða.

Loks var til­kynnt um al­elda sumar­bú­stað í ná­grenni við Hafra­vatn hjá Lyng­hóls­vegi og Nesja­valla­vegi. Slökkvi­liðið vinnur nú að því að ráða niður­lögum eldsins.