Röð mis­taka í bráða­mót­töku barna á Landspítalanum varð til þess að sonur Auð­bjargar Reynis­dóttur hjúkrunar­fræðings lést að hennar raun en hún hefur skrifað bók um lát ungs sonar síns, Jóels fyrir tuttugu árum.

Ban­væn mis­tök í ís­lenska heil­brigðis­kerfinu er heiti bókarinnar. Í inn­gangi segir hún meðal annars: „Bók þessi er enda­punkturinn í við­leitni minni til að stöðva maskínuna sem fór í gang 22. febrúar 2001 á bráða­mót­töku barna á Land­spítalanum. Hörmungar sem kostuðu son minn lífið.“

Auð­björg sem flutti frá Ís­landi ræðir um efni nýrrar bókar sinnar við Sig­mund Erni í þættinum 21 í kvöld.

Hún segir stjórn­endur og em­bættis­menn ekki hafa getað sann­fært sig um að lær­dómur af mis­tökunum verði öðrum til verndar.

„Það sem þeir hafa reynt að rétt­læta hefur einungis gert illt verra“, skrifar hún og að saga sonar síns, Jóels Gauts Einars­sonar, sem fæddist árið 1999 og lést 2001, eigi erindi við alla þá sem tengist heil­brigðis­kerfinu, starfs­fólki þess, sjúk­linga og að­stand­endur.

Hún ræðir í þættinum um það sem hún telur ó­fag­leg við­brögð við al­var­legum mis­tökum í með­ferð sjúk­linga. En einnig hvernig móðir getur lifað af missi og mætt við­brögðum kerfisins.