Íslendingar eru ekki á meðal þeirra Evrópuþjóða sem versla mest á netinu. Þeir sem nota netið til að versla gera það þó í miklu magni. Þetta kemur fram hjá Euro­stat, tölfræðistofnun Evrópu.

62 prósent Íslendinga hafa keypt vörur á netinu undanfarna þrjá mánuði, langt undir hlutfallinu í Skandinavíu og Þýskalandi. Bretar tróna á toppnum með 83 prósent.

Af þessum 62 prósentum höfðu 25 keypt í tíu skipti eða oftar, sem er langhæsta hlutfallið á ESB- og EES-svæðinu.