Svo kallað vöggustofumál hefur vakið mikla athygli að undanförnu en það hófst með því að í júní 2021 fór hópur manna sem þar hafði dvalið sem ungbörn fram á það við borgarstjórn að setti yrði á fót teymi sérfæðinga til að rannsaka rekstur Vöggustofunar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949-1973. Vöggustofurnar voru reknar af Reykjavíkurborg.

Málið kom til umræðu í borgarstjórn borgarstjórn árið 1967 þar sem bent var á vélræna og sálarlausa uppeldsstefnu á vöggustofunum, en ekkert var aðhafst í málinu.

Einnig fullyrða þeir sem voru vistaðir á vöggustofunum á sínum tíma að þar hafi í raun veri rekin Ættleiðingarmiðstöð Íslands þar sem góð sambönd í þjóðfélaginu greiddu fyrir ættleiðingu á börnum og að það hafi þekkst að foreldrar í krappri stöðu hafi verið sviftir forræði yfir börnum sínum fyrir litar eða engar sakir.

Næstu þrjú kvöld, mánudag, þriðjudag og miðvikudag, veður fjallað um svokallað Vöggustofumál á Fréttavaktinni á Hringbraut, en þátturinn hefjst klukkan 18:30.