Þeir ein­staklingar sem fengu bólu­setningu með bólu­efni Jans­sen og hafa ekki fengið CO­VID munu fá örvunar­skammt af öðru bólu­efni, annað hvort Pfizer eða Moderna. Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, stað­festi þetta á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

„Það er komin á­kvörðun um að gefa örvunar­skammt þeim sem fengu Jan­ssen bólu­setningu sem höfðu ekki sögu um CO­VID, þessar bólu­setningar fara lík­lega af stað víðast hvar í næstu viku,“ sagði Kamilla.

Róðurinn hefur þyngst

Alma Möller, land­læknir, sagði róðurinn hafa þyngst síðustu daga en frá fyrsta júlí hafa 1024 manns greinst með veiruna. Hún sagði þó ljóst að bólu­setningar hafi skilað miklum árangri.

„Við viljum í­treka að bólu­setning dregur sem betur fer mikið úr veikindum en rann­sóknir sýna góða vörn gegn því að veikjast og sér­stak­lega gagn­vart því að veikjast al­var­lega, þar er vörnin yfir níu­tíu prósent og það er því alveg ljóst að staðan væri mun al­var­legri ef ekki væri vegna bólu­setninga,“ sagði Alma.

Hún hvatti jafn­framt alla sem vettlingi geta valdið til að ganga til liðs við bak­varða­sveit, heil­brigðis­starfs­menn jafnt sem al­menna borgara.

„Það er einnig búið að opna fyrir skráningu annarra en heil­brigðis­starfs­manna, því að störfin eru mjög fjöl­breytt. Það vantar til dæmis í eld­hús og í yfir­setu og vegna mikilla anna þá leitar Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins eftir liðsinni fólks sem getur að­stoðað við sýna­töku á Kefla­víkur­flug­velli og Suður­lands­braut 34. Það er ekki gerð krafa um menntun á sviði heil­brigðis­vísinda og þar er sér­stök skráning. Auð­vitað fær fólk mikla og góða þjálfun til þeirra starfa,“ sagði Alma.

Þá í­trekaði hún að lokum mikil­vægi þess að gæta per­sónu­bundinna sótt­varna á borð við hand­þvott, sprittun og grímu­skyldu og hvatti fólk til að fara í sýna­töku við minnstu ein­kenni.

Fréttin var uppfærð kl. 11:38.