Að minnsta kosti 174 eru létust eftir ó­eirðir á fót­bolta­leik Arema FC og Per­sebaya Sura­ba­ya í Malang í Indónesíu. Um er að ræða einar mann­skæðustu ó­eirðir á í­þrótta­leik­vangi í sögunni.

Um 180 aðrir eru slasaðir eftir at­vikið þar af 11 al­var­lega slasaðir.

Leikurinn endaði með tapi heima­liðsins Arema en stuðnings­menn liðsins brugðust illa við tapinu og streymdu inn á fót­bolta­völlinn. Of­beldi á fót­bolta­leikjum í Indónesíu er ekki ó­þekkt en liðin tvo hafa verið erki­fjendur í langan tíma.

The New York Times hefur verið að ræða við á­horf­endur sem lýsa at­burðinum á vellinum. Einn þeirra Jos­hua var mættur til að fylgjast með heima­liði sínu Arema á­samt eigin­konu sinni og þrettán vinum þeirra.

Joshua segir að eftir leikinn hafi þjá­flari og nokkrir leik­menn staðið fyrir framan stuðnings­menn sína til að biðjast af­sökunar á tapinu en það var ljóst að heima­menn tóku tapinu afar illa. „Stuttu síðar sáu við tvo eða þrjá reiða á­horf­endur fara úr stúkunni og inn á völlinn til að öskra á leik­menn,“ segir Jos­hua.

Lög­reglu­menn fóru þá inn á völlinn og reyndu að færa stuðnings­mennina aftur upp í stúku sem leiddi til þess að fleiri stuðnings­menn fóru inn á völlinn.

Slags­mál mill lög­reglu og á­horf­enda leiddi til þess að fyrsta tára­gas­hylkinu var hleypt af um hálf ellefu að staðar­tíma, sam­kvæmt Jos­hua.

Maður reynir að koma barni í skjól frá táragasinu á vellinum í nótt.
Ljósmynd/EPA

Á næstu þrjá­tíu mínútum var skotið tára­gasi í átt að stuðnings­mönnum með reglu­legu milli­bili bætir hann við.

„Fólk var að reyna yfir­gefa völlinn en vallar­starfs­menn héldu mörgum út­göngu­leiðum lokuðum vegna þess að stuðnings­menn höfðu verið að slást við lög­regluna,“ segir Jos­hua.

Um ellefu­leytið byrjuðu öryggs­verðir og lög­regla að skjóta tára­gasi upp í stúkuna sem olli því að hundruðir á­horf­enda reyndu að flýja í átt að út­göngu­leiðunum. Jos­hua segir að lög­reglan hafi verið að skjóta tára­gasi að á­horf­endum linnu­laust í um klukku­tíma.

Jos­hua sat sjálfur í svo­kallaðri VIP stúku og skaut lög­reglan ekki tára­gasi þangað. En reykurinn sem fór yfir allan völlin og átti hann og vinir hans erfitt með andar­drátt.

Lögreglan er sögð hafa skotið táragasi
Ljósmynd/EPA

Hann segir að ofsa­hræðsla hafi gripið mann­skapinn og reyndu margir að klífa um fimm metra háa girðingu til að komast út.

„Þau voru í al­vörunni að reyna komast út af leik­vanginum til að forðast glund­roðann en þau sáu ekki að það var líka slags­mál í gangi fyrir utan völlinn milli lög­reglu og stuðnings­manna,“ segir Jos­hua.

Fjöl­margir á­horf­endur misstu með­vitund og segir Jos­hua að lög­reglan hafi ekki gert neitt til að að­stoða þau. Hann segist hafa séð ungan dreng, mögu­lega 13 eða 14 ára, öskra eftir hjálp í miðju á­flogunum.

„Ef þeir hefðu ekki skotið tára­gasi upp í stúkuna hefði enginn látist“

Flestir þeirra sem létust að sögn Jos­hua voru á­horf­endur í stúkunni en ekki þeir sem fóru inn á völlinn. „Ef þeir hefðu ekki skotið tára­gasi upp í stúkuna hefði enginn látist.“

„Ofsa­hræðsla greip mann­skapinn og þeirra eina von var að finna út­göngu­leið eða fara inn á völlinn. Þess vegna enduðu svona margir inn á vellinum. Þau voru að reyna bjarga eigin lífi,“ segir Jos­hua.

Hann segist ekkert hafa sofið í nótt og getur ekki losnað við myndir af fólkinu úr hausnum á sér.

„Þegar ég loka augunum heyri ég enn raddir öskra á hjálp,“ segir Jos­hua. „Þetta berg­málar í eyrunum á mér. Mig langar ekki að fylgjast með fót­bolta lengur og ég ætla ekki horfa á fót­bolta­leik í Indónesíu aftur. Ég vona að fót­bolti í Indónesí verði bannaður,“ segir hann að lokum.