Hall­dóra Mogen­sen, þing­maður Pírata, sagði í ræðu sinni í eld­hús­dags­um­ræðum í kvöld að ríkiss­stjórnin skilji ekki fram­tíðina og hlusta frekar á lobbíista heldur en þjóðina sjálfa.

Í ræðu sinni sagðist Hall­dóra hafa spurt sig sí­fellt oftar á kjör­tíma­bilinu „Hvert viljum við stefna?“ Hún segir að sér hafi oft þótt vanta um­ræður um það í sal Al­þingis um hvernig tæki­færi fram­tíðarinnar eru gripin.

„Á­stæðan fyrir því að flokkarnir sem mynda ríkis­stjórnina vilja frekar ræða for­tíðina en fram­tíðina, er ein­föld. Þau skilja ekki fram­tíðina,“ segir Hall­dóra.

Það sé hins­vegar ekki í boði lengur að flýja þessa um­ræðu því CO­VID far­aldurinn krefjist þess að hugsað sé frma á veginn.

„Píratar hafa skýra sýn á hvaða breytingar eru nauð­syn­legar til að bregðast við á­skorunum fram­tíðar - ekki bara vegna Co­vid-19 heldur líka til að undir­búa þjóð­fé­lagið fyrir tækni­fram­farir sem munu hafa gríðar­leg á­hrif á okkur öll, líka þau sem berjast hvað mest gegn þeim.“

Hall­dóra segir ríkis­stjórnina ekki skilja að þjóðin sé stjórnar­skrár­gjafinn en ekki stjórnin sjálf.

„Lykillinn að aukinni virðingu Al­þingis er nefni­lega ekki flókinn. Til þess að þjóðin beri virðingu fyrir Al­þingi þarf Al­þingi að bera virðingu fyrir þjóðinni.“

Hún segir helstu ráð­gjafa ríkis­stjórnarinnar ýmist full­trúa stór­fyrir­tækja eða full­trúar sam­taka stór­fyrir­tækja. „Hug­mynda­fræði okkar Pírata hefur alltaf grund­vallast á því að valdið eigi heima hjá al­menningi. Far­sæld til fram­tíðar snýst um ein­stak­linga og að­komu þeirra að mótun sam­fé­lagsins, ekki bara stór­bokka í Borgar­túni.“