Björgunarsveitir hafa fundið starfsmenn Veðurstofu Íslands í grennd við Keili.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið og björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan 16 í dag vegna tveggja starfsmanna Veðurstofu Íslands sem voru við rannsóknir á skjálftasvæðinu þegar þoka og súld lagðist yfir svæðið.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að leitin sé á enda og hafi gengið vel. Um 50 manns tóku þátt leitaraðgerðum og þurftu að ganga hluta leiðarinnar en ekki var hægt að koma fjórhjólum upp alla leið.

Segir hann björgunarsveitarmenn hafa verið í símasambandi við báða starfsmenn og hafi komið með teppi handa þeim.

„Þau eru þreytt og örmagna og týndust í þokunni,“ útskýrir Bogi.

„Við erum búin að finna eitt þeirra og vitum hvar hinn er, þetta er bara gönguleið og ekki hægt að keyra þangað,“ segir Bogi og bætir við að björgunarsveitin hafi fengið GPS hnit frá starfsmönnunum tveimur.

Starfsmenn Veðurstofunnar sem björgunarsveitir aðstoðuðu í nágrenni við Keili á Reykjanesskaga seinni partinn í dag eru...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, 2 March 2021