Tinna Aðalbjörnsdóttir missti allt í hendur stjórnlausar fíknar og segir í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins að hún eigi starfsfólki Hlaðgerðarkots lífs sitt að launa.

1.nóvember árið 2018 er í huga Tinnu upphafið af nýju lífi. Dagurinn sem hún gekk inn á Hlaðgerðarkot í þriggja mánaða meðferð. Eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun hafi hún fundið sterkt að hún vildi snúa við blaðinu.

„Ég fann þá svo sterkt að ég vildi ekki fara frá syni mínum og fannst ég eiga meira skilið.“

Eftir nokkra daga í Hlaðgerðarkoti segist Tinna hafa tekið fyrsta sporið, að viðurkenna vanmátt sinn, eftir nokkra daga og tekið því alvarlega.

„Þarna áttaði ég mig á því að ég var bara algjörlega búin að missa stjórn á eigin lífi, það var ekki ég sjálf sem réði. Frá þessum degi hugsaði ég: „Ég ætla að verða edrú – ég ætla að fá aftur Tinnuna mína. Ég gerði þetta af heilum hug, frá hjartanu, mig langaði að breytast og fá að vera ég, en ekki ég kvíðin, ekki ég reið, sár og áfallaröskuð.“

Það er augljóst á máli Tinnu að henni er hlýtt til starfsfólks Hlaðgerðarkots.

„Ég elska þau öll sem unnu þarna,“ segir Tinna og nefnir sérstaklega Guðrúnu Einarsdóttur fyrrum forstöðukonu. „Ég elska hana svo mikið og við erum alltaf í sambandi, hún bjargaði lífi mínu - og þau öll.“

Eftir þrjá mánuði í Hlaðgerðarkoti flutti Tinna á áfangaheimilið Dyngjuna og síðar á Brú. Uppbyggingarstarfið er hvorki skammvinnt né einfalt en Tinna er ákveðin í að leggja þá vinnu á sig og skráði sig í framhaldi í Grettistak, náms- og starfsendurhæfingu á vegum Reykjavíkurborgar auk þess að hafa sótt aðstoð í Virk.