Fimm menn gistu í fanga­geymslu á Akur­eyri í nótt vegna slags­mála sem brutust út á göngu­götunni á Akur­eyri í gær­kvöldi. Sam­kvæmt sjónar­votti sem Frétta­blaðið ræddi við í gær var manni hent í gegnum rúðu á vett­vangi.

Maðurinn var fluttur á sjúkra­hús í gær­kvöldi en af myndum af dæma var hann með stóran skurð á hægra hand­leggnum eftir á­tökin.

Sex var hneppt í varð­hald í gær­kvöldi en fimm gistu í fanga­geymslum í nótt vegna á­takanna á göngu­götunni.

Að sögn Lög­reglunnar á Akur­eyri eru mennirnir ekki með fasta bú­setu á Akur­eyri eða á Ís­landi. Fimm­menningarnir verða yfir­heyrðir af lög­reglunni á Akur­eyri í dag.

„Þetta eru engin upp­gjör. Þetta bara eins og gengur og gerist. Rann­sóknin er á frum­stigi og skýrist betur þegar yfir­heyrslur fara í gang,“ segir Logi Harðar­son, varð­stjóri hjá Lög­reglunni á Akur­eyri.

Lög­reglan gat ekki sagt til um tengsl mannanna við fórnar­lambið að svo stöddu en það mun lík­legast skýrast betur við yfir­heyrslur.

Sam­kvæmt myndum á vett­vangi var al­blóðugur maður leiddur í lög­reglu­bíl í járnum en lög­reglan var með mikinn við­búnað á svæðinu.

Gríð­ar­­leg­ur fjöld­i ferð­a­mann­a er nú á Akur­eyri enda veð­ur þar með best­a móti. Lög­reglu hefur al­mennt gengið vel að eiga við mann­fjöldann og ekki mikið verið um ó­læti hingað til.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað á vettvangi í gærkvöldi.
Ljósmynd/aðsend