Vor­fundur flokks­stjórnar Sam­fylkingarinnar fer nú fram en fundurinn hófst klukkan 10 og fer fram með raf­rænum hætti. Heiða Björg Hilmis­dóttir, vara­for­maður Sam­fylkingarinnar, kynnti í morgun endur­skoðaða stefnu flokksins sem verður lögð fram til at­kvæða­greiðslu síðar í dag.

Að sögn Loga Einars­sonar, formanns Sam­fylkingarinnar, byggir upp­færð stefna á grund­vallar­hug­mynda­fræði jafnaðar­manna. Þrátt fyrir mikla fram­þróun væri enn mikið verk að vinna.

Ríkisstjórnin brást seint og illa við COVID-19

Logi vísaði til heims­far­aldurs kóróna­veiru og að lands­menn séu loks farin að sjá leið út úr kófinu vegna góðrar leið­sagnar sótt­varna­yfir­valda og af­rek fram­línu­fólks. Það sé þó mikil­vægt að draga skil á milli sótt­varnar þáttar far­aldursins og efna­hags­legum þætti far­aldursins.

Að sögn Loga hefur kófið sýnt að ríkis­stjórnin hafi ekki áttað sig á eðli kreppunnar sem kom í kjöl­farið en Co­vid-kreppan hafi verið öðru­vísi en fjár­mála­hrunið árið 2009 þar sem flestir fundu fyrir kreppunni þá.

„Hún er at­vinnu­kreppa sem bitnar lang harðast á fólki sem misst hefur vinnuna - og fyrir­tækjum í af­mörkuðum greinum. - Þetta lá fyrir í upp­hafi og við­brögð stjórn­valda hefðu frá frá fyrsta degi átt að miðast við þetta – beina að­stoðinni með mark­vissari hætti til þeirra sem þurftu að­stoð,“ sagði Logi.

„Við­brögð ríkis­stjórnarinnar komu seint fram, að­gerðirnar voru til­viljana­kenndar og margar komust illa til fram­kvæmda: Ein­staka að­gerðir unnu síðan bein­línis gegn öðrum,“ sagði Logi og bætir við að fyrir­tæki hafi bein­línis verið hvött til að segja upp fólki. „Þarna opin­beraði ríkis­stjórnin skilnings­leysi sitt á að­stæðum.“

Hann segir af­leiðingarnar vera þær að þau sem áttu mikið fyrir eiga nú enn þá meira þar sem fjár­magni var ekki beint þangað sem þörfin var mest. „Á tímum þar sem svig­rúm til að­gerða er tak­markað, í landi með brot­hættan gjald­miðil og mikla verð­bólgu­sögu felst hin raun­veru­lega á­byrga hag­stjórn í því að beina peningunum þangað sem þeirra er þörf.“

Boða breytingar

„Við á­föll horfir fólk gjarnan inn á við, veltir fyrir sér hvað skiptir raun­veru­lega máli og gildis­mat breytist,“ sagði Logi. „Fólk hefur á­hyggjur af vaxandi ó­jöfnuði, sér­stak­lega yngri kyn­slóðir. Sam­á­byrgð, fé­lags­legar á­herslur og frjáls­lyndi, virðast nú ofar í hugum fólks en oft áður.“

Logi segir nauð­syn­legt að horfa yfir farinn veg og í­huga hvort þörf sé á breytingum en að sögn Loga hefur Sam­fylkingin boðað skýrar og mark­vissar að­gerðir til skemmri tíma og djarfar og fram­sýnar lausnir til lengri tíma.

„Þær að­gerðir munu ekki felast í að veðja á ein­hverja til­tekna ein­stak­linga. Við ætlum frekar að fjár­festa í ein­stak­lingnum – í öllum ein­stak­lingum - þannig að hver og einn hafi mögu­leika á að rækta hæfi­leika sína og nýta í þágu eigin vel­ferðar, sam­fé­lags síns og komandi kyn­slóða,“ sagði Logi.

Ferðaþjónustan og loftslagsváin

Þá sagði hann að það skipti miklu máli að styðja við fólk í ferða­þjónustunni og það sé mikil­vægt að hún komist sem fyrst á lappir en að stjórn­völd hafi að mörgu leiti brugðist greininni. „Ótal verk­efni bíða; sem gætu aukið lífs­gæði, stutt við skemmti­legra mann­líf og tryggt fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi um allt land.“

Að lokum vísaði Logi til stefnu Sam­fylkingarinnar í lofts­lags­málum en hann sagði að ekki væri hægt að gera lang­tíma­á­ætlanir án þess að takast á við lofts­lags­vá­ina. „Fyrir utan það að grænar á­herslur munu skapa okkur sjálfum meiri lífs­gæði, þá væri ó­trú­leg sjálfs­elska ef sú kyn­slóð sem nú lifir væri ekki til­búin að leggja sitt af mörkum fyrir fram­tíð af­kom­enda sinna eða alls lífs á jörðinni.“