„Hrað­prófin eru á­reiðan­leg,“ segir Þóra Guð­munds­dóttir, hjúkrunar­fræðingur hjá Vinnu­vernd sem að­stoðar hópa og fyrir­tæki að taka hrað­próf vegna CO­VID-19 fyrir sam­komur. Hún og Val­geir Sigurðs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnu­verndar mættu í út­varps­þáttinn Bítið á Bylgjuna í morgun.

Þar kom fram að ekki allir geri sér grein fyrir því að hrað­próf vegna CO­VID-19 og sjálfs­prófin svo­kölluðu sem brátt verða til sölu í Apó­tekum eru ekki það sama. Hrað­próf séu fram­kvæmd af við­eig­andi aðila sem hlotið hefur þjálfun.

Val­geir segir mörg fyrir­tæki velta því fyrir sér með hvaða hætti er hægt að nýta sér hrað­próf. „Þessi próf eru í raun bara við­bót við það kerfi sem við þekkjum í dag,“ segir Val­geir. Ekkert breytist varðandi ein­kenna­skimanir, sýna­tökur og sótt­kví.

Fyrir­tækin geti hins­vegar stuðlað að auknu öryggi með því að nýta sér hrað­próf. Þá sé mis­munandi hvað henti hverju fyrir­tæki. Val­geir segir suma vinnu­staði nýta slík hrað­próf á hverjum degi. Ekki þurfi alltaf sér­fræðinga til að taka slík próf, hægt sé að þjálfa starfs­menn á vinnu­stöðum til þess.

Niður­staðan á hreinu innan fimm mínútna

Þóra segir öllu máli skipta að hrað­próf séu fram­kvæmd á réttan hátt. Þá sé hægt að nýta þau fyrir og eftir gleð­skap, kjósi vinnu­staðir að halda slíkt.

„Við viljum helst geta leið­beint fyrir­tækjunum við það að koma þeim af stað, þjálfa fólkið og leið­beina því þannig að fyrir­tækið verði sjálf­bært með þetta í fram­haldinu,“ segir Val­geir.

Þóra út­skýrir að fram­kvæmdin sé eitt­hvað sem þurfi að til­einka sér. „Þetta á ekki að vera sárt en þetta er ekki þægi­legt,“ segir hún. „Þetta er á­kveðin tækni. Þú þarft að fara á­kveðið langt og mátt ekki fara of langt heldur,“ segir Þóra.

„Það er talað um svona að minnsta kosti tvo og hálfan sent­í­meter upp í nös. Svo þarf að rúlla þessu í svona þrjá, fjóra hringi, svo þarftu að bíða í kannski tíu sekúndur. Þú þarft að gera þetta ná­kvæm­lega,“ segir hún.

Að því loknu sé sýnið sett í á­kveðinn vökva og velt upp úr honum. Því glasi lokað og dropar settir í testið. Þóra segir niður­stöðuna á hreinu innan fimm mínútna. „Þá kemur bara niður­staðan, þetta er eins og þungunar­próf og þá koma þessi strik, eitt eða tvö, eitt er nei­kvætt og tvö er já­kvætt,“ segir hún.

Hún segir að á­reiðan­leikinn sé í kringum 97 eða 98 prósent. Fyrir­tæki séu farin að hringja og spurja spurninga, sér­stak­lega þau sem rekin eru er­lendis frá og þurfa lögum sam­kvæmt að nýta sér slík próf.