Lög­reglan í Vest­manna­eyjum biðlaði í gær til íbúa eyjarinnar að taka veður­spánni og aðvörunum al­var­lega. Það var ekki af á­stæðu­lausu. Afar hvasst er orðið í Vest­manna­eyjum og veru­lega hefur bætt í vind eftir mið­nætti. Eru þak­plötur og klæðningar byrjaðar að losna af húsum.

Í til­kynningu frá lög­reglunni í Vest­manna­eyjum segir að fyrr í nótt, um klukkan tvö, hafi meðal­vindur mælst 39 m/sek en 48 m/sek í verstu hviðunum. Er stormurinn öflugri en búist var við en veðurfræðingar höfðu spáð vindhraða allt að 32 m/sek.

Lög­reglan í Vest­manna­eyjum hefur sinnt fimm út­köllum í nótt og nú rétt fyrir klukkan þrjú var björgunar­sveitin í Vest­manna­eyjum boðuð út þar sem járn­plötur og klæðningar eru farnar að losna af fast­eignum.