Svartahríð er á Blönduósi og hafa björgunarsveitir á svæðinu verið að aðstoða fólk sem lent hefur utan vegar á svæðinu. Þá hafa þakplötur losnað. Engir bátar eru í höfninni, en varað hefur verið við því að mikil sjávarhæð fylgi óveðrinu. Hann segir að færð sé farin að spillast innan bæjar og varla sjáist á milli húsa lengur.

Viðbragðsaðilar í björgunarfélaginu Blöndu eru að störfum í hesthúsahverfinu á Blönduósi þar sem þakplötur höfðu losnað. Hjálmar Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins segir að það sé mjög blautt og mjög hvasst sé á svæðinu. Engir bátar séu í höfninni.

Höskuldur segir fá tilvik hafa komið á borð lögreglunnar en björgunarsveitirnar hafi verið að aðstoða bíla sem farið hafa út af veginum í kringum bæinn. Höskuldur segir engin slys hafa orðið á fólki, „sem betur fer.“