Faðir í Wisconsin í Bandaríkjunum er ákærður fyrir að hafa myrt núverandi maka barnsmóður sinnar. Hann er sakaður um að hafa elt hann og barið hann til dauða með barefli.
Zachariah Anderson, 42 ára, er ákærður fyrir morðið á Rosalio Gutierrez Jr, 40 ára, í íbúð sinni í maí 2020. Hann er einnig sakaður um að hafa falið lík hans og eltihrellt manninn. Rosalio hafði verið í sambandi með fyrrverandi kærustu og barnsmóður Zachariah. Eiga þau saman þrjú börn. Er talið að hann hafi verið öfundsjúkur út í sambandið þeirra.
Málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem myndbrot úr réttarhöldunum sínir Zachariah reyna þagga niður í dóttur sinni í vitnastúku.
Í myndbandinu sést hann gera einhvers konar bendingu sem gefur til kynna að hún eigi að loka munninum, líkt og hann segi henni að hætta að tala. Zachariah er einnig sakaður um að senda henni fleiri skilaboð með einhverskonar táknmáli.
@ohitsmichy Was he really trying to silence his daughter??😳 #ZachariahAnderson #ObsessedExBoyfriendMurderTrial #FYP #ExBoyfriend #Obsessed #MurderTrial #Gutierre ♬ original sound - Michy