Faðir í Wisconsin í Banda­ríkjunum er á­kærður fyrir að hafa myrt nú­verandi maka barns­móður sinnar. Hann er sakaður um að hafa elt hann og barið hann til dauða með bar­efli.

Zachariah Ander­son, 42 ára, er á­kærður fyrir morðið á Rosalio Guti­er­rez Jr, 40 ára, í íbúð sinni í maí 2020. Hann er einnig sakaður um að hafa falið lík hans og eltihrellt manninn. Rosalio hafði verið í sam­bandi með fyrr­verandi kærustu og barns­móður Zachariah. Eiga þau saman þrjú börn. Er talið að hann hafi verið öfund­sjúkur út í sam­bandið þeirra.

Málið hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum þar sem mynd­brot úr réttar­höldunum sínir Zachariah reyna þagga niður í dóttur sinni í vitna­stúku.

Í myndbandinu sést hann gera ein­hvers konar bendingu sem gefur til kynna að hún eigi að loka munninum, líkt og hann segi henni að hætta að tala. Zachariah er einnig sakaður um að senda henni fleiri skila­boð með ein­hvers­konar tákn­máli.