Þeir Mohammed og Hussein og fjöldi flóttafólks sem mót­mæltu á Austur­velli í dag hafa ekki margar kröfur, en þær eru skýrar; þeir vilja tæki­færi til að byggja sér upp líf á Ís­landi, við öryggi og mann­úð­legar að­stæður.

„Við erum þreytt bæði and­lega og líkam­lega og biðjum um mann­úð­lega með­ferð,“ segir flótta­fólkið í kröfu sinni, en skipu­leggj­endur hafa búið á Ís­landi í tíu mánuði.

„Við krefjumst þess að Grikk­land verði skil­greint sem ó­öruggt ríki og ó­líf­væn­legt fyrir flótta­fólk og að okkur verði veitt dvalar­leyfi á Ís­landi,“ segir í kröfu­gerð mót­mælendanna.

Mohammed segir að á Grikklandi sé helvíti fyrir flóttamenn.
Fréttablaðið/Anton Brink

Hefur verið á Íslandi í sjö mánuði

Mohammed hefur verið á Ís­landi í sjö mánuði en fékk áður vernd í Grikk­landi. Þar bjó hann í um eitt ár og níu mánuði og vill alls ekki fara þangað aftur.

„Við viljum ekki fara aftur því það er hel­víti þar. Það er ekkert líf og það er allt slæmt þar,“ segir Mohammed.

Hann segir að ekki að vísa þeim öllum til Grikk­lands, sumum til Ung­verja­lands og öðrum til Ítalíu, en það sama gildi um þá alla. Þeir séu allir í leit að ein­faldara, öruggu og betra lífi.

„Við erum ekki glæpa­menn, það halda það margir um okkur, ekki allir, en sumir. Sumt fólk hjálpar okkur og við erum þakk­látir þeim, en það verður að hætta brott­vísunum. Það er enga vinnu að fá í Grikk­landi og ekki hægt að fara í skóla. Ég er hjúkrunar­fræðingur. Hér eru líka lög­fræðingar, kennarar, verk­fræðingar og við erum ekki í leit að fé­lags­að­stoð. Við viljum leggja okkar af mörkum og fá að vinna og læra. Við viljum hjálpa þeim sem þurfa að­stoð,“ segir Mohammed.

Þannig þið viljið fá sann­gjarnt tæki­færi?

„Við viljum eitt tæki­færi. Ég hef ekki fengið neitt tæki­færi. Ég hef kannski verið ó­heppinn, en hætti ekki að reyna,“ segir Mohammed að lokum.

Hussein er til vinstri á myndinni.
Fréttablaðið/Anton Brink

Komu fyrir öryggi

Hussein tekur undir það sem Mohammed segir og segir að mót­mælendur séu á Austur­velli til að sýna að þau eiga skilið að fá tæki­færi á öruggu lífi.

„Við erum hér til að sýna Al­þingi Ís­lands okkur til­finningar. Það vill enginn vera flótta­maður, en á­stæðan fyrir því að við komum hingað er til að vera öruggir en lög­reglan hefur haft sam­band og sagt að það eigi að vísa okkur frá landi, og þá verðum við ekki öruggir. Við komum hingað í dag til að sýna fram á að við eigum ekki skilið að vera vísað úr landi, við eigum skilið eitt tæki­færi,“ segir Hussein.

Ekkert líf í Grikklandi

Í kröfum flótta­fólksins er kallað eftir því að stjórn­völd endur­skoði mál fólks sem kemur frá Grikk­landi, „Það er ekkert líf þar fyrir okkur“ segir í fundar­boði mót­mælanna. Ekki að­eins sé líf á Grikk­landi ó­mögu­legt heldur sé líf þeirra bein­línis í hættu þar. „Við njótum ekki lág­marks þarfa þar eins og húsa­skjóls, heilsu­gæslu, at­vinnu­leyfis, mögu­leika til menntunar, nægi­legra tekna til að lifa af, né annarra al­mennra mann­réttinda,“ segir í kröfum þeirra.

Út­lendinga­­stofnun á­kvað í mars á síðasta ári að vísa ein­stak­lingum ekki til Grikk­lands vegna ó­vissunnar sem þar var uppi vegna CO­VID-19 far­aldursins en sam­kvæmt upp­lýsingum frá Út­lendinga­stofnun var það mat endur­skoðað með haustinu og síðan þá hefur ein­stak­lingum sem nú þegar eru með vernd á Grikk­landi verið synjað um efnis­lega með­ferð hér á landi í kjöl­far mats á ein­stak­lings­bundnum að­stæðum um­sækj­enda. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Út­lendinga­stofnun hafa þær synjanir verið stað­festar af kæru­nefnd út­lendinga­mála.

Flóttafólkið gekk frá Hlemmi og hrópaði kröfur sínar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Skipu­leggj­endur mót­mælanna segja að þeim sem tryggð hafi verið al­þjóð­leg vernd í Grikk­landi, búi flestir á götunni og hafa mátt þola að­kast vegna kyn­þátta­haturs bæði af hálfu lög­reglu og annarra stjórn­valda.

Rauði krossinn á Ís­landi hefur í­trekað áður bent á að að­stæður þeirra sem hlotið hafa al­þjóð­lega vernd á Grikk­landi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa um­sókn sína til með­ferðar þar í landi og bent á að það sjónar­mið sé stutt af al­þjóð­legum skýrslum og frá­sögnum aðila sem starfað hafa fyrir al­þjóð­leg hjálpar­sam­tök í Grikk­landi, auk fólks sem þau hafa starfað með sem hefur búið þar.

„Við biðjum Ís­lendinga og yfir­völd að gefa okkur tæki­færi til að vera hluti af sam­fé­lagi ykkar. Mörg okkar erum menntuð og hafa reynslu á ýmsum sviðum. Flest okkar eru í ís­lensku­námi, við erum náms­fús, mörg okkar eru ung og við þurfum tæki­færi til að klára há­skóla­menntun okkar,“ segir meðal annars í kröfu­gerð mót­mælendanna en í fundar­boðinu kemur fram að Út­lendinga­stofnun hyggist senda fimm­tán þeirra til Grikk­lands næsta mánu­dag [í dag], á sama tíma og CO­VID-19 sé í miklum vexti þar eins og annars staðar í Evrópu. Þá standi til að brott­vísa enn fleirum næsta fimmtu­dag.