Eftir­lits­menn Vega­gerðarinnar hafa lítið orðið varir við blæðingar á Hring­veginum á milli Borgar­ness og Akur­eyrar síð­degis. Í morgun hvatti hún fólk til að fresta ferðum sínum um veginn eins og mögu­legt væri því óttast var að blæðingarnar næðu sér aftur á strik með deginum þegar hlýnaði. Það virðist þó ekki hafa gerst og segir Vega­gerðin ekki á­stæðu til að letja fólk til ferða­laga um veginn.

„Veg­far­endur eru eigi að síður beðnir um að fara var­lega og hafa varann á sér, leita upp­lýsinga á heima­síðu Vega­gerðarinnar, á Twitter eða í síma 1777. Á­standið gæti breyst,“ segir í til­kynningu frá Vega­gerðinni.

Miklar tjöru­blæðingar hafa verið á þessum kafla vegarins síðan á sunnu­dag eftir að hlýnaði skyndi­lega mikið í veðri. Nú er út­lit fyrir að veður fari heldur kólnandi á næstu dögum sem gefur betri von um að á­standið verði ekki aftur jafn­slæmt á svæðinu á næstunni eins og það hefur verið síðustu daga.

Tilkynning Vegagerðarinnar.