„Tel­ur ráðherr­ann boðlegt að bjóða okk­ur eldri borg­ur­um upp á þess­ar fals­frétt­ir og skil­ur hann nú af hverju fylgið hryn­ur af Sjálf­stæðis­flokkn­um?“ skrifar Arnór Ragnarsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi blaðamaður, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þar gagnrýnir hann nýja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 og bendir þar á að eldri borgarar fái í raun lægri tekjur á næsta ári, 482 krónum minna en á þessu ári.

Hann segist hafa beðið spenntur eftir útkomunni enda hafi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að hann ætlaði sér að auka tekjur þeirra sem minnst hafa.

„Eldri borg­ari sem er með 300 þúsund kr. tekj­ur í dag fær út­borgað kr. 246.627 krón­ur þ.e. 36,94% skatt­ur­inn er 110.820 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 56.447 krón­ur. Á næsta ári lít­ur dæmið svona út: Skatt­ur­inn af 300 þúsund­un­um er 35,04% eða 105.120 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 51.265 krón­ur. Eft­ir standa 246.145 krón­ur, eða 482 krón­um minna en á þessu ári,“ skrifar Arnór.

Arnór bendir á aðra skatta frá bæjarfélögum sem leggjast á eldri borgara, sem fjármálaráðherra hafi ekki tekið með inn í reikninginn.

„Það má líka benda á það að alþingi ákveður ekki alla skatta sem lagðir eru á borg­ar­ana. Til er skatt­ur sem heit­ir fast­eigna­gjöld sem er auðvitað bara auka­útsvar sem bæj­ar­fé­lög­in leggja á íbú­ana. Það veit eng­inn fyr­ir hvað er verið að borga. Þetta kem­ur auðvitað til af því að hlut­ur bæj­ar­sjóðanna af skatta­kök­unni er of lít­ill. Þessi gjöld hækka ár frá ári mun meira en hefðbundn­ar verðvísi­töl­ur,“ skrifar Arnór.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti frum­varp til fjár­laga fyrir árið 2020 í fjár­mála­ráðu­neytinu fyrir helgi.