Funi Sigurðsson sálfræðingur og foreldri á N1 fótboltamótinu á Akureyri um helgina segir mikilvægt að menn dragi lærdóm af því sem þarna gerðist, því of lítið hafi verið brugðist við að stöðva stjórnleysi og einhverskonar ofbeldi sem birtist í leik sem Þróttur spilaði á mótinu. Þróttur ákvað í kjölfarið að draga sig út úr mótinu. Fjallað verður um málið á Fréttavaktinni í kvöld.

Hér má sjá brot úr viðtalinu við Funa og Kristján Kristjánsson formann knattspyrnudeildar Þróttar sem verður í opinni dagskrá á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld sem hefst klukkan 18:30.