„Þakk­læti eru mín fyrstu við­brögð,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins er blaða­maður Frétta­blaðsins náði af henni tali á lands­fundi í dag. Þór­dís var í ein í fram­boði til vara­for­manns á fundinum og hlaut 88% prósenta at­kvæða.

„Ég er þakk­lát fyrir stuðning lands­fundar. Ég hef verið vara­for­maður í fjögur og hálft ár og fæ hér endur­nýjað um­boð til að gegna því em­bætti fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn.“

Bjarni Bene­dikts­son verður á­fram for­maður Sjálf­stæðis­flokksins en hann vann for­manns­kjörið gegn Guð­laugi Þór Þórðar­syni. Bjarni hlaut 1.010 at­kvæði, 59,4%, gegn 687 at­kvæðum Guð­laugs Þórs, 40,4%.

Spurð um mögu­legt for­manns­fram­boð í fram­tíðinni, sagði Þór­dís að það yrði mikill heiður ef flokks­menn myndu treysta henni fyrir því em­bætti.

„Ég lít svo á að eðli vara­for­manns­em­bættisins sé það að vera til­búin að til þess að taka við for­mennsku í flokknum. Það hef ég gert frá upp­hafi. Það væri mikill heiður ef það er vilji flokks­manna að treysta mér fyrir því að vera í em­bætti formanns í fram­tíðinni. Nú erum við hins vegar með endur­nýjað um­boð fyrir for­ystuna og það er verk að vinna,“ sagði Þór­dís og í­trekaði að það væri heiður mikill heiður að leiða flokkinn.

Þá sagði Þór­dís lands­fundinn hafa gengið vonum framar og það væri á­nægju­legt að sjá hversu mikið líf væri í flokks­mönnum.

„Það er gríðar­lega frá­bært að sjá þetta mikla líf í flokknum, með tæp­lega tvö þúsund manns á lands­fundi, af alls­konar, fjöl­breyttu og venju­legu fólki kemur hingað að því það skilur að stjórn­mála­þát­taka skiptir máli,“ sagði Þór­dís og bætti við hún væri stolt af því að vera í Sjálf­stæðis­flokknum.

Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins var kjörinn ritari flokksins. Hann sigraði þau Bryn­dísi Haralds­dóttur og Helga Áss Grétars­son í kosningu um ritara­em­bættið með 58% at­kvæða.

Þórdís Kolbrún og Vilhjálmur Árnason.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason