Reykja­víkur­borg hvetur eig­endur bif­reiða að velja góð vetrar­dekk eða heils­árs­dekk fremur en nagla­dekk.

„Ef þú ert á góðum vetrar­dekkjum á ekki að þurfa nagla­dekk hérna innan­bæjar. Það gildir það sama um vetrar­dekk og önnur dekk. Það þarf að velja góð dekk og það þarf að passa að vera ekki á slitnum dekkjum. Það hefur aukist mjög úr­valið af öðrum val­kostum en nagla­dekkjum, bæði góðum vetrar­dekkjum og harð­skelja- og harð­korna­dekkjum“ segir Guð­björg Lilja.

Hún segir að lykil­at­riði sé að hver öku­maður meti það við hvaða að­stæður hann er að aka og velji sér dekk eftir því. Sumar­dekk og vetrar­dekk hafi bæði sína kosti á hverjum tíma.

Sam­kvæmt talningu voru síðasta vetur um 40 prósent öku­manna á nagla­dekkjum sem þýðir að meiri­hluti er það ekki. Guð­björg Lilja segir að þau vilji ná því niður fyrir 30 prósent líkt og það var fyrir um tíu árum.

„Þegar hlut­fallið var hæst í kringum 2000 voru um 65 prósent á nagla­dekkjum. Þannig hlut­fallið hefur klár­lega minnkað. Það eru ein­hverjir sem þurfa á nagla­dekkjum að halda en fyrir þeir sem eru að mestu að keyra innan­bæjar þá duga góða vetrar­dekk,“ segir Guð­björg Lilja.

Oft er talað um að það þurfti að hreinsa göturnar oftar til að koma í veg fyrir svif­ryksmengun en Guð­björg Lilja segir að það eitt og sér sé alls ekki nóg.

„Hraði öku­tækja hefur mikil á­hrif á magn svif­ryks og svo nagla­dekkin,“ segir hún.

Í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg kemur fram að lækkun hraða gæti skapað allt að 40 prósent sam­drátt í magni svif­ryks ef keyrt yrði á 30 kíló­metra hraða í stað 50 kíló­metra hraða og að nagla­dekk slíta vegum 20 til 30 falt hraðar en ó­negld dekk en það kemur fram í rann­sókn Þrastar Þor­steins­sonar prófessors í um­hverfis- og auð­linda­fræði og Jarð­vísinda­stofnunar Há­skóla Ís­lands, um á­hrif hraða á mengun vegna um­ferðar.

Niður­stöðurnar sýna að með því að draga úr um­ferðar­hraða mætti um leið draga tölu­vert úr fram­leiðslu svif­ryks og þar með sliti gatna.

Sam­kvæmt um­ferðar­lögum er ekki heimild til að banna notkun nagla­dekkja. Spurð hvort hún myndi vilja breyta því segir Guð­björg Lilja að þau myndu í það minnsta vilja geta haft á­hrif á það.

„Þá er ég að hugsa um gjald­töku, eða bann á vissum stöðum. Við viljum að borgin sé fyrir fólk en þegar mengun fer yfir á­kveðin mörk er til dæmis leik­skóla­börnum sums staðar haldið inni. Þá finnst manni for­gangs­röðunin orðin skrítin,“ segir Guð­björg Lilja.

Hægt er að kynna sér til­kynningu Reykja­víkur­borgar um nagla­dekkja­notkun hér.