Ár­mann Höskulds­son, eld­fjalla­fræðingur jarð­efna­fræðingur við Jarð­vísinda­stofnun Há­skóla Ís­lands segir að aukinn jarð­hiti við Öskju­vatn þýðir að það styttist í eld­gos.

Í færslu frá Rann­sókna­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá frá því í dag kemur fram að yfir­borðs­vatn Öskju­vatns er komið yfir tveggja gráðu hita og sýnir hita­greining á gervi­hnattar­mynd að vatnið sé að hitna jafnt og þétt.

„Þetta þýðir að jarð­hita­sprungurnar hafa opnast. Það eru á­hrifin af því að það er kvika að renna inn í fjallið og þá gefur þakið sig og sprungurnar opnast. Þá kemst varminn hraðar upp til yfir­borðs og þá hitnar vatnið og ísinn bráðnar, vegna hitans sem er að flæða í vatnið,“ segir Ár­mann í sam­talið við Frétta­blaðið.

Ár­mann segir að venju­lega væri ís yfir vatninu og því sé aukinn jarðhiti á svæðinu ó­eðli­legur. Hann geti þó aðeins þýtt eitt.

„Það styttist í gos,“ segir Ár­mann, þó hann geti ekki spáð fyrir um hve­nær það muni gjósa.

„En við fáum vonandi að vita af því með hæfi­legum fyrir­vara þegar að því kemur.“