Búast má við vaxandi suð­austan­átt og rigningu sunnan­lands í fyrra­málið þegar leifar felli­bylsins Dorian koma til landsins. Þetta stað­festir Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Spáð er allt að þrettán til á­tján metrum á sekúndu með­fram suður­ströndinni. Skilin fara yfir landið eftir há­degi og þá lægir sunnan­lands. Það hvessir seinni­partinn á morgun norðan­við, og rignir, og verður lægðin komin austur fyrir land á mið­viku­daginn með norðan­átt. „Það sleppur enginn lands­hluti við vætu á morgun,“ segir Þor­steinn.

„Þetta verður nú ekkert slæmt veður hérna hjá okkur, það hefur oft komið verra veður eftir svona felli­byli. Við sleppum á­gæt­lega þótt það rigni svo­lítið mikið,“ segir Þor­steinn. Veður­horfur fyrir næstu daga eru að sögn Þor­steins frekar ró­legar fyrir utan þessa á­kveðnu lægð í fyrra­málið sem gengur hratt yfir.

Veður­spá næstu daga

Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 5-13 m/s og rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, mildast S-lands.

Á fimmtudag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða dálítil rigning. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

Á föstudag:
Ákveðin suðvestanátt og skúrir, en úrkomulítið A-til. Hiti 5 til 10 stig um daginn.

Á laugardag:
Breytilegar áttir og rigning syðst, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu eða skúrum.