Unnar Er­lings­son er 47 ára hönnuður sem er nú í ör­orku­mati en hann greinir frá reynslu sinni á Face­book síðunni Við erum hér líka. Saga Unnars er hluti af her­ferð sem miðar að því að opna augu al­mennings fyrir ör­yrkjum í sam­fé­laginu. Reynslu­sögurnar eru birtar undir yfir­skriftinni Huldu­fólks­sögur úr nú­tímanum en saga Unnars er sú fjórða sem birst hefur í her­ferðinni.

„Þar sem Unnar situr í hópi annarra sjúk­linga á Reykja­lundi og hlustar, þá heyrir hann. Hann heyrir fólk segja sögur úr öðrum heimum en Unnar þekkir. Hann hlustar á fólki lýsa reynslu sem er sár, erfið og ó­rétt­lát,“ segir í frá­sögninni en hann lýsir því að hann hafi ekki séð veikindi annara fyrr en hann varð sjálfur veikur.

Vildi hjálpa öðrum

Unnar veiktist stuttu eftir að þriðja barn hans og eigin­konu hans Öldu Björgu Lárus­dóttur fæddist en læknirinn sagði hann vera með ein­kirninga­sótt sem gengi vana­legast yfir á fjórum til átta vikum, tólf ef hann væri ó­heppinn. Vikurnar liðu en ekki batnaði Unnari og sagði þá læknirinn að það þekktist að fólk jafnaði sig ekki fyrr en eftir marga mánuði eða jafn­vel ár.

Hann lýsir því að hann hafi verið ör­magnaður og þurft að gefast upp í sínu lífi en samt upp­lifað sig heppnari en hinir. Hann segist hafa skilið þegar hann hlustaði á fólkið „hvað lífið er veikt en samt ó­endan­lega dýr­mætt, kannski aldrei eins dýr­mætt og í brjósti þess sem getur varla eitt skref enn eftir lang­varandi bar­áttu litaða von­brigðum og sárs­auka.“

„Gerðu mig nógu sterkan til að gefast ekki upp. Leyfðu mér að finna leið til að nýta það sem ég á til að gera gagn,“ segir Unnar í færslunni og lýsir því að hafa viljað hjálpa fólki. „Leyfðu mér að finna til­gang með því að vera hér, veikur og ein­hvern veginn sleginn út, sleginn niður. Ég heyri loksins. Leyfðu mér að gera eitt­hvað við það. Gefðu mér styrk til að gera gagn.“

„Lífið er fullt af sjúk­dómum og erfið­leikum“

Unnar býr nú á Egils­stöðum með eigin­konu sinni og þremur börnum en það kemur í ljós á næstu vikum hvort hann verði metinn sem ör­yrki. Þau hafa nú gengið á sparnað sinn þar sem hann er í ein­hvers konar bið­stöðu í kerfinu, hvorki á ör­orku­bótum né endur­hæfingar­líf­eyri, og er mikil ó­vissa í fram­tíð þeirra.

„Það rignir á rétt­láta sem rang­láta. Lífið er fullt af sjúk­dómum og erfið­leikum og þau sem fá þyngstu byrðarnar eru ekki versta fólki, það er ekki verið að refsa neinum með sjúk­dómum eða fötlun. Það er frekar að sam­fé­lagið refsi með for­dómum, þöggun og fá­tækt. En það er mannanna verk. Sá sem lætur sem hann sjái ekki ör­yrkja og neyð hans er ekki að vinna verk guðs,“ segir Unnar í færslunni.

Við erum hér líka, huldufólkssögur úr nútímanum IV: Unnar: Gefðu mér styrk til að gera gagn Þar sem Unnar situr í hópi...

Posted by Við erum hér líka on Wednesday, November 6, 2019