Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar hjá Land­spítala, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að tvö lyf sem hafa sér­staka verkun á veirunna hafi verið notuð hér á landi en lyfin sem um ræðir eru favipira­vir, sem eru notuð á fólk sem er minna veikt, og remdesi­vir, sem er notað þegar fólk er al­var­lega veikt.

„Við höfum sem sagt að­gang að báðum þessum lyfjum og höfum beitt báðum í nú­verandi bylgjum. Síðan er sem sagt lyf sem við höfum notað áður sem eru líf­tækni lyf og sterar,“ sagði Már og tók fram að sterarnir hafi verið sér­stak­lega gagn­legir fyrir þá sem eru al­var­lega veikir og þarfnast jafn­vel öndunar­að­stoðar.

Þá sagði Már að lyf á borð við hýdr­oxýklórókín, sem mikið var fjallað um fyrr í vetur og var notað í upp­hafi far­aldursins, séu ekki notuð núna þar sem það sé ekki talið væn­legt til árangurs eins og málum er háttað í dag en lyfið hefur verið flautað af í rann­sóknum.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir áfram mikilvægastar

Að sögn Más eru lang­flestir þeirra sem smitast af veirunni ein­kenna­litlir eða jafn­vel ein­kenna­lausir á meðan um tíu til fimm­tán prósent veikjast al­var­lega. Í þeim til­fellum sem fólk veikist al­var­lega segir Már að sér­stak­lega sé horft til þátta eins og aldurs og alls kyns veikinda sem auka á al­var­leika veikindanna.

Már í­trekaði að for­varnir væru á­hrifa­ríkasta með­ferðin gegn veirunni og þar sem enn væri ekki komið fram bólu­efni við veirunni væru ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir lang­mikil­vægastar.

„Við höfum náttúru­lega víð­áttu­mikla þekkingu orðið á fram­vindu sjúk­dómsins og getum þá reynt að grípa inn í auka­verkanir en það hefur ekkert komið fram sem hefur hrakið gildi for­varna í þessu sam­bandi og ég í­treka að það eru þær sem eru lang lang lang á­hrifa­mestar,“ sagði Már að lokum.