Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það séu helmings­líkur á því að veiran sé komin um allt hér á landi.

„Á­stæðan fyrir því að við ætlum að rjúka af stað á morgun og fara að skima í sam­fé­laginu al­mennt er sú að þetta lítur þannig út, frá mínum bæjar­dyrum séð, að það eru svona helmings­líkur á því að þetta er búið að fara út um allt annars vegar og hins vegar að þetta sé bara bundið við þessa fáu hópa,“ segir Kári.

Kári sagði í sam­tali við RÚV í kvöld að vís­bendingar væru um að fleiri hefðu sýkst á Rey Cup fót­bolta­mótinu í Laugar­dal um síðustu helgi. Spurður um þessi um­mæli vildi Kári ekki fara í ná­kvæmari skýringar að svo stöddu.

„Ég vil ekki tala í meiri ná­kvæmni en að það séu vís­bendingar vegna þess við erum að bíða eftir því að það sé búið að greina sýni og svo fram­vegis en það ætti engum að koma á ó­vart að það hafi fleiri sýkst,“ segir Kári.

„Við ætlum að búa okkur undir það versta og vona það besta“

Kári segir mjög mikil­vægt að ná stjórn á út­breiðslu veirunnar sem er í gangi núna sem fyrst meðal annars vegna þess að skólar opna eftir svona þrjár vikur.

„Við verðum að koma blessuðu börnunum í skólann. Þannig við ætlum að búa okkur undir það versta og vona það besta. Við ætlum að leggja okkur fram eins og við getum við að skima í slembi­úr­taki úr sam­fé­laginu og skima í kringum þetta fólk sem hefur smitast,“ segir Kári.

„Þurfum að læra að bregðast við svona löguðu“

Ís­lensk erfða­greining mun hefja skimun fyrir veirunni aftur í fyrra­málið og segir Kári það vera al­gjör­lega að þeirra frum­kvæði og ætlar fyrir­tækið að leggja sitt að mörkum svo „þetta náist aftur á sinn stað.“ Hann segir jafn­framt að ný út­breiðsla veirunnar hafi verið fyrir­séð og nú skiptir máli hvernig brugðist er við því.

„Við þessu mátti búast. Að minnsta kosti þegar ég var að tala um mikil­vægi þess að opna landið þá sagði ég alltaf að ég reikna með að við þurfum að loka aftur og opna svo og loka aftur. Það er bara í eðli þessa far­aldurs. Við þurfum að læra að bregðast við svona löguðu og gera það á­kveðið, gera það fljótt og gera það þannig að það veldur sem minnstum vanda í sam­fé­laginu.“

Ferðaþjónustunni í hag að tekið sé hart á veirunni

Ef það þarf að loka landa­mærum landsins að nýju segir Kári ljóst að menn í ferða­þjónustunni „komi til með kveinka sér og engjast yfir því“ að það eigi að taka skref aftur á bak en Kári segir það sé hins vegar þeim í hag.

„Stað­reyndin er sú að við­brögð við svona eins og er að gerast núna eru mikil­vægari fyrir ferða­þjónustuna en nokkurn annan aðila. Ef við látum þetta halda á­fram verðum við jafn­vel að loka til lengri tíma. Það er mjög mikil­vægt fyrir ferða­þjónustuna að geta sagt við um­heiminn að við erum að passa upp á okkar fólk þannig við pössum upp á ykkur líka sem ferða­menn. Sjáið bara hvernig við brugðumst við þegar það kom upp til­felli aftur,“ segir Kári.

„Það eru ekki bara læknis­fræði­leg og vísinda­leg rök sem segja að við eigum að bregðast við hart núna heldur bara al­menn sam­fé­lags­leg rök,“ segir hann að lokum.