Stein­unn H. The­ó­dórs­dótt­ir er full­trú­i hjálp­ar­starfs Að­vent­ist­a á Ís­land­i og hef­ur und­an­farn­a mán­uð­i starf­að í sjálf­boð­a­starf­i í mið­stöð fyr­ir flótt­a­fólk, að­al­leg­a kon­ur, á Blik­a­braut í Reykj­a­nes­bæ.

„Sam­tök­in eru starf­and­i við land­a­mær­i Úkra­ín­u og þeg­ar fólk­ið fór að koma hing­að fór ég að leit­a leið­a til að gera eitt­hvað hér og þá hitt­i ég Ol­en­u Jadallah,“ seg­ir Stein­unn í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið en sam­an unnu þær að því að koma upp mið­stöð fyr­ir flótt­a­fólk, að­al­leg­a kon­ur, frá Úkra­ín­u við Blik­a­braut í Reykj­a­nes­bæ.

Stein­unn seg­ir að hún hafi fyrst hitt Ol­en­u á Foss­hót­el­in­u við Rauð­ar­ár­stíg og seg­ir að hún hafi strax bor­ið kennsl á það að hún væri leið­tog­i.

„Hún tal­að­i við fólk og komst að því hvað þeim vant­að­i og kom því á­leið­is. Við fór­um með lyf, vít­a­mín og alls­kon­ar sem bæði ein­staklingar og fyr­ir­tæk­i gáfu,“ seg­ir Stein­unn og að í kjöl­far­ið á því hafi hún kom­ist í sam­band við kon­ur á Reykj­a­nes­i sem vild­u koma upp ein­hvers kon­ar að­stöð­u þar.

„Þær spurð­u mig strax hvort ég hefð­i ein­hverj­a að­stöð­u. Það væri ver­ið að gera svo mik­ið í Reykj­a­vík, en minn­a þar. Ég kann­að­i hvort það væri hægt að nota kirkj­un­a sem er á Blik­a­braut og þau tóku því fagn­and­i og fjöl­föld­uð­u lykl­a fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Stein­unn.

Opið er tvisvar í viku á Blik­a­braut­inn­i og þar get­ur bæði fólk kom­ið með hlut­i, hrein­læt­is­vör­ur eða mat sem það vill gefa og þau kom­ið sem vant­ar að­stoð.

„Það er ó­trú­legt hvað fólk er gjaf­milt,“ seg­ir Stein­unn. „En þett­a snýst ekki bara um hlut­in­a. Fólk er líka bara svo þakk­lát að hafa ein­hvern stað þar sem það get­ur sest nið­ur og spjall­að sam­an. Það er sama fólk­ið sem kem­ur aft­ur og aft­ur sem seg­ir hæ.“

Mikil þörf er á hreinlætisvörum að sögn Steinunnar.
Mynd/Aðsend

Stein­unn seg­ir að enn sem kom­ið er hafi þau að mest­u sinnt kon­um frá Úkra­ín­u sem hafi marg­ar kom­ið hing­að ein­ar og hafi ekki fund­ist þær ör­ugg­ar á Ás­brú en það var, með­al ann­ars, bent á það í bréf­i UN Wo­men til yf­ir­vald­a en Stein­unn seg­ir að þær hafi unn­ið að því með sam­tök­un­um.

„Þett­a er ekki auð­velt verk­efn­i og er ekki fyr­ir eina stofn­un,“ seg­ir Stein­unn og á við þann mikl­a fjöld­a sem hing­að hef­ur kom­ið í einu frá Úkra­ín­u. Hún seg­ir að það hefð­i lík­leg­a ekki tek­ist án góð­vild­ar al­menn­ings.

„Það er eng­inn til­bú­inn að taka allt í einu á móti svon­a mörg­um,“ seg­ir Stein­unn og að þau séu þakk­lát að vera með.

Fólk hefur verið og er ótrúlega gjafmilt segir Steinunn og að móttakan hefði aldrei tekist án aðkomu almennings.
Mynd/Aðsend

Að­vent­ist­ar á Ís­land­i eru hlut­i af al­þjóð­a­sam­tök­un­um ADRA (Advent­ist De­vel­op­ment and Rel­i­ef Agen­cy) sem eru þró­un­ar- og líkn­ar­sam­tök að­vent­ist­a. ADRA á Ís­land­i sem vinn­ur í sam­starf­i við ADRA Nor­ge, og er hlut­i af heims­víð­tæk­u sam­starf­i ADRA en sam­tök­in starf­a í 120 lönd­um, HA/ADRA hef­ur ver­ið starf­rækt á Ís­land­i frá því á þriðj­a ár­tug síð­ust­u ald­ar, lengst af und­ir nafn­in­u Hjálp­ar­starf Að­vent­ist­a.

Fram kem­ur á vef­síð­u þeirr­a að fá­menn­ur en af­kast­a­mik­ill hóp­ur starfs­mann­a á­samt sjálf­boð­a­lið­um tryggj­a að minn­a en 10 prósent söfn­un­ar­fjár­ins fer í kostn­að.