Í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í kvöld var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurð hvort kosningaloforð Viðreisnar um að festa íslensku krónuna við evruna væri innihaldslaust í ljósi ummæla Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra.
Ásgeir lét hafa eftir sér í síðustu viku að slíkar hugmyndir væru „að einhverju leyti vanhugsaður“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti.
„Það er í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru,“ sagði Ásgeir og bætti við að hann þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu.
„Helsta kosningaloforð Viðreisnar núna fyrir þessar kosningar er að tengja krónuna við evru. Hins vegar eru engin dæmi um að ríki hafi fengið að tengja sinn gjaldmiðil við evru eða hefja tvíhliða samning við evrópska seðlabankann án þess að ganga í Evrópusambandið. Íslenski seðlabankastjórinn hefur sagt að það sé frekar að ósennilegt að þetta geti orðið. Er þetta fullkomlega innihaldslaust kosningaloforð?“ spurði Sigríður Hagalín, sem stýrði umræðunum ásamt Baldvini Þór Bergssyni.

Þorgerður sagði svo alls ekki vera og sagðist fagna orðum seðlabankastjóra þar sem hann væri að tala nákvæmlega það sama og Viðreisn. Hún sagði það væri ekkert í Evrópureglum sem sagði að þetta væri ekki hægt. „Ég tek undir með Ásgeir Jónssyni að
„Varðandi orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þá fagna ég því sérstaklega því sem hann segir. Hann er að tala um er nákvæmlega það sem við erum að segja. Það þýðir ekki bara að tengja krónuna við evru sem er raunverulega hægt. Það er hægt að gera gagnkvæma samninga við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ekkert í Evrópureglum sem stæði í vegi fyrir það.
„Það sem skiptir máli og ég tek undir með Ásgeiri er að það þarf aga í ríkisfjármálum og það er ekki hægt að skila ríkissjóði eins og var fyrir Covid,“ sagði Þorgerður Katrín og hélt því fram að ríkissjóður hafi verið í bullandi halla fyrir Covid. „Það þarf líka meiri aga á vinnumarkaði og við þurfum að færast nær norræna módelinu,“ bætti hún við.
Formenn flokkana fengu að spyrja aðra formenn að einni spurningu í þættinum í kvöld og ákváðu bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að spyrja Þorgerði Katrínu um Evrumálin.
„Þegar seðlabankastjóri kemur og segir þetta er ekki góð hugmynd vextir munu ekki lækka þeir munu hækka við mundum þurfa að setja gjaldeyrisforðann okkar að veði til að gera þetta og það er hættuspil, Soros lagði Breta í því veðmáli. Er ekki Viðreisn að skella skollaeyrum við varnaðarorðum Seðlabankans og og þegar sagt er að þetta sé vont mál vegna þess að þetta þvingi okkur Íslendinga til að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel þá segi ég væri ekki miklu nær að við sjálf tæki um ábyrgð á okkar vinnumarkaðsmódeli,“ spurði Bjarni.
„Mér finnst alltaf þessi sami, einhverra hluta vegna, svona krónu-heilaþvottur í gangi þegar þetta er sett fram og sérstaklega þegar Soros er kominn inn í þetta eru náttúrulega rökin að mínu mati svolítið í þroti. Það sem við höfum verið að segja er nákvæmlega það sem einmitt þann Ásgeir hefur verið að segja við þurfum að gera þetta bæði það er ekki hægt að gera bara eitt,“sagði Þorgerður og bætti við að lokum að þótt Bjarni treysti sér ekki í að gera þetta treystir Viðreisn sér til þess. „Við eigum að láta á þetta reyna,“ sagði Þorgerður að lokum.

Þorgerður Katrín spurði síðar Katrínu Jakobsdóttir, formann Vinstri grænna úti loftlagsmálin og falleinkunn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í loftlagsprófi ungra umhverfissinna.
„Treystir þú því að þessir flokkar sem þú ert í kosningabandalagi með og hafa fengið algjöra falleinkunn í loftslagsmálum taki þessi stóru og mikilvægu skref sem VG hefur lagt áherslu á?“ spurði Þorgerður.
„Það alltaf hafa mjög gaman að fá spurningu Þorgerðar hún lætur ýmislegt fljóta með,“ sagði Katrín og brosti.
„Auðvitað erum við ekki kosningabandalagi eins og við ræddum einmitt síðast þegar við stóðum hér. En loftslagsmálin, ég fagna því mjög að fá spurningu um þetta því þetta er auðvitað mál sem á okkur brennur og þegar við skoðum söguna þá er það þannig að þær breytingar sem hafa verið gerðar sem skipti einhverju máli í loftslagsmálum hafa verið gerðar á vakt V G í umhverfisráðuneytinu. Fyrstu lögin um loftslagsmál voru sett 2012. Ég man vel eftir umræðuna í þingsal þá þá voru og við eiginlega algjörlega ein á báti og ég ætla bara að fagna því hvað aðrir flokkar hafa tekið þessi mál upp af miklum krafti að því að áskorunin er svo stór,“ sagði Katrín.
„Ég held að við höfum stigið alveg gríðarlega mikilvægt skref á þessu kjörtímabili með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætluninni gegn loftslagsvánni og þar eru raunhæfar aðgerðir,“ bættir Katrín við áður en Þorgerður benti henni á falleinkunn hinna stjórnarflokkanna tveggja og spurði aftur hvort hún treysti því að hún gæti tekið þá með sér í aðgerðir.
„Ég treysti því að ég get tekið ykkur öll með mér. Því við verðum öll að gera þetta saman,“ svaraði Katrín um hæl.
Sigurður Ingi lét evrumálin sig einnig varða og spurði Þorgerði aftur um orð Seðlabankastjóra
„Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika. Við vitum öll og hún veit það, þrátt fyrir hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir hún veit alveg að vextir á húsnæðislánum eru líka hærri heldur en núna er að tala um. Kjarninn sagði í dag að þetta væri hálfsannleikur hjá henni sem þau eru að tala um hjá Viðreisn reyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf er hún er eiginlega kalla eftir því að Evrópa dragist yfir okkur,“ sagði Sigurður áður en Baldvin ýtti á eftir honum að koma með spurningu.

„Spurningin er því þessi er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ spurði Sigurður Ingi.
Þorgerður svaraði því játandi. „Jú og þess vegna skiptir svo miklu máli að fólkið fái einmitt heildarmyndina um það að skyndiloforða flaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina, að við fáum þetta alltaf í bakið. Einhverjar launahækkanir sem er lofa í dag fólkið missir það daginn eftir af því gengið fer af stað,“ sagði Þorgerður áður en Sigurður Ingi greip inn og sagði „Þetta var eiginlega já eða nei spurning“
„Já ég tel undir með seðlabankastjóra þegar hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja það vantar aga í ríkisfjármálum þá vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði,“ sagði Þorgerður og spurði af hverju ætti önnur lögmál að gila um Ísland áður en Sigurður Ingi laumaði inn að lokum „að það væri ljótt að plata.“