Í kapp­ræðum formanna stjórn­­mála­­flokkanna á RÚV í kvöld var Þor­­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­­maður Við­reisnar, spurð hvort kosninga­lof­orð Við­reisnar um að festa ís­­lensku krónuna við evruna væri inni­halds­­laust í ljósi um­­­mæla Ás­­geirs Jóns­­sonar, seðla­banka­­stjóra.

Ás­­geir lét hafa eftir sér í síðustu viku að slíkar hug­­myndir væru „að ein­hverju leyti van­hugsaður“ og kalli jafn­vel á hærri stýri­vexti.

„Það er í rauninni ó­­­mögu­­legt fyrir Seðla­bankann að halda fast­­gengi við evru,“ sagði Ás­­geir og bætti við að hann þyrfti þá að heita öllum gjald­eyris­­forðanum til að við­halda fast­­genginu.

„Helsta kosninga­lof­orð Við­reisnar núna fyrir þessar kosningar er að tengja krónuna við evru. Hins vegar eru engin dæmi um að ríki hafi fengið að tengja sinn gjald­miðil við evru eða hefja tví­hliða samning við evrópska seðla­bankann án þess að ganga í Evrópu­sam­bandið. Ís­­lenski seðla­banka­­stjórinn hefur sagt að það sé frekar að ó­senni­legt að þetta geti orðið. Er þetta full­kom­­lega inni­halds­­laust kosninga­lof­orð?“ spurði Sig­ríður Haga­lín, sem stýrði um­­ræðunum á­­samt Bald­vini Þór Bergs­­syni.

Hart var tekist á í kappræðunum í kvöld.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þor­­gerður sagði svo alls ekki vera og sagðist fagna orðum seðla­banka­­stjóra þar sem hann væri að tala ná­­kvæm­­lega það sama og Við­reisn. Hún sagði það væri ekkert í Evrópu­­reglum sem sagði að þetta væri ekki hægt. „Ég tek undir með Ás­­geir Jóns­­syni að

„Varðandi orð Ás­­geirs Jóns­­sonar seðla­banka­­stjóra þá fagna ég því sér­­stak­­lega því sem hann segir. Hann er að tala um er ná­­kvæm­­lega það sem við erum að segja. Það þýðir ekki bara að tengja krónuna við evru sem er raun­veru­­lega hægt. Það er hægt að gera gagn­­kvæma samninga við Evrópu­­sam­bandið,“ sagði Þor­­gerður og bætti við að það væri ekkert í Evrópu­­reglum sem stæði í vegi fyrir það.

„Það sem skiptir máli og ég tek undir með Ás­­geiri er að það þarf aga í ríkis­fjár­­málum og það er ekki hægt að skila ríkis­­sjóði eins og var fyrir Co­vid,“ sagði Þor­­gerður Katrín og hélt því fram að ríkis­­sjóður hafi verið í bullandi halla fyrir Co­vid. „Það þarf líka meiri aga á vinnu­­markaði og við þurfum að færast nær nor­ræna módelinu,“ bætti hún við.

For­­menn flokkana fengu að spyrja aðra for­­menn að einni spurningu í þættinum í kvöld og á­kváðu bæði Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins og Sigurður Ingi Jóhanns­­son, for­­maður Fram­­sóknar, að spyrja Þor­­gerði Katrínu um Evru­­málin.

„Þegar seðla­banka­­stjóri kemur og segir þetta er ekki góð hug­­mynd vextir munu ekki lækka þeir munu hækka við mundum þurfa að setja gjald­eyris­­forðann okkar að veði til að gera þetta og það er hættu­­spil, Sor­os lagði Breta í því veð­­máli. Er ekki Við­reisn að skella skolla­eyrum við varnaðar­orðum Seðla­bankans og og þegar sagt er að þetta sé vont mál vegna þess að þetta þvingi okkur Ís­­lendinga til að taka upp nýtt vinnu­­markaðs­­módel þá segi ég væri ekki miklu nær að við sjálf tæki um á­byrgð á okkar vinnu­­markaðs­­módeli,“ spurði Bjarni.

„Mér finnst alltaf þessi sami, ein­hverra hluta vegna, svona krónu-heila­þvottur í gangi þegar þetta er sett fram og sér­­stak­­lega þegar Sor­os er kominn inn í þetta eru náttúru­­lega rökin að mínu mati svo­lítið í þroti. Það sem við höfum verið að segja er ná­­kvæm­­lega það sem ein­mitt þann Ás­­geir hefur verið að segja við þurfum að gera þetta bæði það er ekki hægt að gera bara eitt,“sagði Þor­­gerður og bætti við að lokum að þótt Bjarni treysti sér ekki í að gera þetta treystir Við­reisn sér til þess. „Við eigum að láta á þetta reyna,“ sagði Þor­­gerður að lokum.

Stemningin var góð í sminkherberginu fyrir útsendingu.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þor­­gerður Katrín spurði síðar Katrínu Jakobs­dóttir, for­mann Vinstri grænna úti loft­lags­­málin og fall­ein­kunn Sjálf­­stæðis­­flokksins og Fram­­sóknar í loft­lags­­prófi ungra um­hverfis­sinna.

„Treystir þú því að þessir flokkar sem þú ert í kosninga­banda­lagi með og hafa fengið al­­gjöra fall­ein­kunn í lofts­lags­­málum taki þessi stóru og mikil­­vægu skref sem VG hefur lagt á­herslu á?“ spurði Þor­­gerður.

„Það alltaf hafa mjög gaman að fá spurningu Þor­­gerðar hún lætur ýmis­­legt fljóta með,“ sagði Katrín og brosti.

„Auð­vitað erum við ekki kosninga­banda­lagi eins og við ræddum ein­mitt síðast þegar við stóðum hér. En lofts­lags­­málin, ég fagna því mjög að fá spurningu um þetta því þetta er auð­vitað mál sem á okkur brennur og þegar við skoðum söguna þá er það þannig að þær breytingar sem hafa verið gerðar sem skipti ein­hverju máli í lofts­lags­­málum hafa verið gerðar á vakt V G í um­­hverfis­ráðu­neytinu. Fyrstu lögin um lofts­lags­­mál voru sett 2012. Ég man vel eftir um­­ræðuna í þing­­sal þá þá voru og við eigin­­lega al­­gjör­­lega ein á báti og ég ætla bara að fagna því hvað aðrir flokkar hafa tekið þessi mál upp af miklum krafti að því að á­skorunin er svo stór,“ sagði Katrín.

„Ég held að við höfum stigið alveg gríðar­­lega mikil­­vægt skref á þessu kjör­­tíma­bili með fyrstu fjár­­mögnuðu að­­gerða­á­ætluninni gegn lofts­lags­vánni og þar eru raun­hæfar að­­gerðir,“ bættir Katrín við áður en Þor­­gerður benti henni á fall­ein­kunn hinna stjórnar­­flokkanna tveggja og spurði aftur hvort hún treysti því að hún gæti tekið þá með sér í að­­gerðir.

„Ég treysti því að ég get tekið ykkur öll með mér. Því við verðum öll að gera þetta saman,“ svaraði Katrín um hæl.

Sigurður Ingi lét evru­­málin sig einnig varða og spurði Þor­­gerði aftur um orð Seðla­banka­­stjóra

„Ég skil sí­­fellt minna í því sem Þor­­gerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengis­­stöðug­­leika. Við vitum öll og hún veit það, þrátt fyrir hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ó­­líkir hún veit alveg að vextir á hús­­næðis­lánum eru líka hærri heldur en núna er að tala um. Kjarninn sagði í dag að þetta væri hálf­­sann­­leikur hjá henni sem þau eru að tala um hjá Við­reisn reyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf er hún er eigin­­lega kalla eftir því að Evrópa dragist yfir okkur,“ sagði Sigurður áður en Bald­vin ýtti á eftir honum að koma með spurningu.

Vel fór á með Gunnar Smára og Ingu Sæland í kvöld.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Spurningin er því þessi er Við­reisn og Þor­­gerður Katrín sam­­mála seðla­banka­­stjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ spurði Sigurður Ingi.

Þor­­gerður svaraði því játandi. „Jú og þess vegna skiptir svo miklu máli að fólkið fái ein­mitt heildar­­myndina um það að skyndi­lof­orða flaumur, eins og til dæmis Fram­­sóknar­­flokksins í gegnum tíðina, að við fáum þetta alltaf í bakið. Ein­hverjar launa­hækkanir sem er lofa í dag fólkið missir það daginn eftir af því gengið fer af stað,“ sagði Þor­­gerður áður en Sigurður Ingi greip inn og sagði „Þetta var eigin­­lega já eða nei spurning“

„Já ég tel undir með seðla­banka­­stjóra þegar hann er að leggja á­herslu á það sem við höfum verið að segja það vantar aga í ríkis­fjár­­málum þá vantar aga á vinnu­­markaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði,“ sagði Þor­­gerður og spurði af hverju ætti önnur lög­­mál að gila um Ís­land áður en Sigurður Ingi laumaði inn að lokum „að það væri ljótt að plata.“