Stef­án Guð­munds­son, eig­and­i hval­a­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Gent­le Gi­ants á Hús­a­vík, seg­ir að menn hafi nýtt gær­dag­inn í að fest­a báta og skip við höfn­in­a áður en ofs­a­veðr­ið riði yfir. Appel­sín­u­gul veð­ur­við­vör­un er á norð­an- og vest­an­verð­ur land­in­u og eins og stendur er það verst á Hús­a­vík. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum.

„Það er kol­vit­laust veð­ur. Það fylg­ir þess­u slydd­a­bleyt­u­drull­a nið­ur við strönd­in­a en það mok­snjó­ar upp í fjöll­un­um,“ seg­ir Stef­án í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Stefán á og rekur fyrirtækið Gentle Giants á Húsavík.
Fréttablaðið/Aðsend.

Á bara eftir að versna

Hann seg­ir að eins og stendur séu eng­ir sæ­far­end­ur á ferð en að fólk hafi sjálft á­kveð­ið hvort að það færi í vinn­u eða börn í skól­a.

„Við höf­um lít­ið ann­að gert síð­ast­a sól­ar­hring­inn en að huga að bát­un­um okk­ar og freist­a all­ar fest­ing­ar á þeim. Menn eru bún­ir að vera á vakt­inn­i og mik­il hreyf­ing hérn­a síð­ast­a sól­ar­hring­inn. Veðr­ið á bara eft­ir að versn­a um og eft­ir há­deg­ið þeg­ar það verð­ur há sjáv­ar­stað­a. Það verð­ur gríð­ar­leg öld­u­hæð, spáð alveg upp í níu metr­a öld­u­hæð,“ seg­ir Stef­án.

Myndbandið hér að neðan tók hann í morgun.

Búast við níu metra ölduhæð

Hann seg­ir að bát­arn­ir að hafi ver­ið að slitn­a frá í sex eða sjö metr­a öld­u­hæð og seg­ir að það séu all­ir á vakt­inn­i til að fylgj­ast með stöð­unn­i þeg­ar öld­u­hæð­in verð­ur enn meir­i.

Ertu hrædd­ur um að þeir slitn­i og fari?

„Þeir hafa ver­ið að slitn­a og losn­a frá og ég held að ein­hverj­ir „poll­ar“ hafi slitn­að upp og bát­ar upp um alla höfn og mis­góð að­stað­a til að liggj­a við,“ seg­ir Stef­án og tel­ur að ný­leg­ar fram­kvæmd­ir við ytri höfn hafi haft þær af­leið­ing­ar að hreyf­ing á innr­i höfn hafi tvö­fald­ast.

„Al­ger­leg­a van­hugs­að­ar,“ seg­ir Stef­án.

Stefán tók þessar myndir í höfninni á Húsavík í morgun.
Mynd/Stefán Guðmundsson
Veðrið á eftir að versna í dag.
Mynd/Stefán Guðmundsson
Fyrir framan N1 stöðina við Garðarsbraut á Húsavík hafði myndast vatnselgur.
Mynd/Stefán Guðmundsson

Tryggðu bátana með keðjum

Hann seg­ir að hann hafi í gær tryggt bát­an­a sig með keðj­u til að hafa vað­ið fyr­ir neð­an sig.

„Það er kol­vit­laust veð­ur og það eru all­ir bát­a­eig­end­ur á vakt­inn­i. Það er núm­er eitt á list­an­um hjá öll­um í dag.“