Einn allra skemmti­legasti sagna­meistari lands­manna – og lík­lega vin­sælasti veislu­stjóri þjóðarinnar um þessar mundir, sjón­varps­maðurinn Gísli Einars­son úr Borgar­firði, segist hafa lagt allt kapp á það frá æsku­árum að vera með trúðs­læti, þó ekki væri til annars en að lifa það af að eiga fjórar systur.

„Ég gafst aldrei upp á því að vera fyndinn,“ segir hann í nýjasta Manna­máls­þættinum á Hring­braut „og merki­legt nokk fæ ég núna greitt fyrir það,“ bætir hann við.

En auð­vitað viti hann sem er að það er gáfu­legra að vera leiðin­legur. Trúðs­læti séu til vitnis um að maður sé heimskur. Og hann því taki heils­hugar undir það sem vinur hans hafði á orði í eina tíð að það er veik­leika­merki að vera á­nægður.

Gísli fer á kostum í þessum lýsingum sína, svo sem hér má sjá.