Einn allra skemmtilegasti sagnameistari landsmanna – og líklega vinsælasti veislustjóri þjóðarinnar um þessar mundir, sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson úr Borgarfirði, segist hafa lagt allt kapp á það frá æskuárum að vera með trúðslæti, þó ekki væri til annars en að lifa það af að eiga fjórar systur.
„Ég gafst aldrei upp á því að vera fyndinn,“ segir hann í nýjasta Mannamálsþættinum á Hringbraut „og merkilegt nokk fæ ég núna greitt fyrir það,“ bætir hann við.
En auðvitað viti hann sem er að það er gáfulegra að vera leiðinlegur. Trúðslæti séu til vitnis um að maður sé heimskur. Og hann því taki heilshugar undir það sem vinur hans hafði á orði í eina tíð að það er veikleikamerki að vera ánægður.
Gísli fer á kostum í þessum lýsingum sína, svo sem hér má sjá.