Konur í Banda­ríkjunum hafa brugðist harka­lega við því að dóm­stóll í Penn­syl­vaníu hafi ó­merkt tíu ára dóm yfir Bill Cos­by og að hann sé nú frjáls ferða sinna.

Lisa Moon, sem er verjandi þriggja af þeim 60 konum sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega segir í færslu á Twitter að henni sjálfri og þremur skjól­stæðingum mínum of­býður það að hann sé frjáls maður í dag. Það er ekki verið að sleppa honum af því hann sé sak­laus,“ segir hún í yfir­lýsingu á Twitter í dag.

Hún segir að á­stæða þess að honum sé sleppt lausum sé að sak­sóknari hafi lofað honum fyrir mörgum árum að hann yrði ekki látinn svara fyrir brotin án þess þó að gera nokkuð sam­komu­lag við hann.

Meðal þeirra sem hún ver er fyrir­sætan Janice Dickin­son og fyrr­verandi körfu­bolta­konan og nú doktors­neminn Andrea Constand.

Konur sem Cosby áreitti stigu fram árið 2015.

Rose McGowan er ein þeirra sem fór fyrir #metoo byltingunni í kjölfar þess að upp komst um mál Harvey Weinstein.

Dylan Farrow er ættleidd dóttir Woody Allen en hún hefur ítrekað sakað hann um að hafa brotið á sér. Hún hefur einnig talað opinskátt gegn kynferðisofbeldi og fyrir #metoo byltingunni.

<blockquote class="twitter-tweet"><p lang="en" dir="ltr">Regarding Cosby, Franco, and all of the perpetrators who won’t face justice <a href="https://t.co/338cKuyGjt">pic.twitter.com/338cKuyGjt</a></p>&mdash; Dylan Farrow (@RealDylanFarrow) <a href="https://twitter.com/RealDylanFarrow/status/1410334656591917056?ref_src=twsrc%5Etfw">June 30, 2021</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

Mia Farrow er móðir Dylan.