Hið ís­lenska royalista­fé­lag hefur boðað til neyðar­fundar næst­komandi vegna stöðunnar sem upp er komin innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar. Albert Ei­ríks­son, einn af for­svars­mönnum fé­lagsins segir að þetta sé í fyrsta skipti sem það blæs til neyðar­fundar.

Albert segir í sam­tali við Frétta­blaðið að á fundinum verði rætt um á­kvörðun Harrys Breta­prins og eigin­konu hans, Meg­han Mark­le, um að hætta opin­berum störfum fyrir konungs­fjöl­skylduna.

Hann segir neyðar­á­stand ríkja í höllinni. „Það er greini­legt að það er úlf­úð þarna í höllinni. Það er neyðar­á­stand og drottningin er langt frá því að vera glöð með þetta. Það er ekki kátt í höllinni.“

Albert segir að meðlimir félagsins telji Meghan vera vandamálið.

„Við höldum að Meg­han sé upp­spretta ó­á­nægjunnar af því að Harry er vin­sælastur innan konungs­fjöl­skyldunnar. Hann er svo frjáls­legur og al­þýð­legur og það breyttist svo margt þegar hún kemur til sögunnar,“ segir Albert og bætir við að fé­lagið telji að hún sé í upp­reisn því að hún muni aldrei njóta sviðs­ljóssins innan fjöl­skyldunnar.

Hann segir að konungs­fjöl­skyldan í heild sé í mikilli til­vistar­kreppu en hefur þó ekki á­hyggjur af því að staðan sem upp er komin geti riðið fjöl­skyldunni að fullu.

„Þetta er svo mikil hefð að það þarf meira en þetta að gerast. Og það hefur margt gerst í gegnum tíðina. Þau hafa staðið af sér ó­veður.“

Með­limir í Hinu ís­lenska royalista­fé­laginu eru alls tíu talsins. Albert segir að um­ræðurnar á fé­lags­fundum séu líf­legar og að sitt sýnist hverjum. Fé­lagið fjalli þó ekki ein­göngu um bresku konungs­fjöl­skylduna. „En eðli­lega er hún fyrir­ferða­mikil.“