Í gær greind­ust 56 Co­vid-smit inn­an­lands og hef­ur þeim fjölg­að gríð­ar­leg­a und­an­farn­a daga. Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regl­u­þjónn hjá al­mann­a­vörn­um, seg­ir stöð­un­a al­var­leg­a.

„Þett­a eru gríð­ar­leg­a háar töl­ur. Þett­a er það sem við erum að sjá, þró­un­in­a verð­a svon­a. Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u, það eru eng­ar tak­mark­an­ir í gang­i og ból­u­setn­ing­arn­ar eins og við sjá­um virk­a bara að hlut­a til. Með­an að þett­a er svon­a má bú­ast við þess­um töl­um á­fram,“ seg­ir Víð­ir.

Fram und­an Versl­un­ar­mann­a­helg­in, ein stærst­a ferð­a­helg­i árs­ins. „Við erum að­al­leg­a núna að bein­a til­mæl­um til fólks að hugs­a sinn gang og fara var­leg­a, við vit­um alveg hvað það er sem gagn­ast vel, að fólk pass­i sig og sé ekki að hitt­ast í of stór­um hóp­um og ann­að slíkt. Það er það sem hef­ur gagn­ast vel í bar­átt­unn­i hing­að til. Það er bara það sem menn þurf­a að hafa í huga núna, hvern­ig þeir hegð­a sér og hvað menn gera, það er það sem skipt­ir öllu máli í þess­u. Ekki end­i­leg­a hvað­a regl­ur eru sett­ar,“ seg­ir hann að­spurð­ur um það hvort til skoð­un­ar séu sér­stak­ar ráð­staf­an­ir vegn­a fjöld­a smit­a, til að mynd­a svæð­is­bundn­ar tak­mark­an­ir.

Þett­a er langt frá því að vera það sem við átt­um von á.

Víð­ir seg­ir á­stand­ið von­brigð­i. „Þett­a er langt frá því að vera það sem við átt­um von á. Það eru von­brigð­i að ból­u­setn­ing­arn­ar séu ekki að virk­a bet­ur en þett­a, ég held að all­ir hafi reikn­að með því að þær mynd­u koma í veg fyr­ir svon­a hlut­i. Við átt­um alveg von á því að einn og einn mynd­i smit­ast en svon­a stór og ný bylgj­a er ekki það sem neinn átti von á held ég.“