Arnar Kjartansson segir frá aðila á stúdentagörðum sem virðist láta öllum illum látum í húsi á vegum Félagsstofnunar stúdenta við Suðurgötu í Reykjavík.
„Það er einhver fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar,“ segir Arnar Kjartansson á Twitter síðu sinni.
Arnar segir frá aðila sem býr í stúdentagörðum og virðist leika sér að því að eyðileggja fyrir þeim sem búa í sömu blokk og aðilinn. Arnar tekur fram að hann sé sjálfur ekki búsettur í stúdentagörðum á Suðurgötunni en hann hafi eitt sinn gert það og því sé hann enn í Facebook hóp blokkarinnar.
Fréttablaðið ræddi við einn íbúa á Suðurgötunni sem vildi ekki koma undir nafni. Íbúinn segist ekki vita hver stendur að þessum verknaði en að málið hafi verið tilkynnt til Félagsstofnunar Stúdenta.
Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?
— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022
„Þetta er búið að vera í gangi í nokkrar vikur, það eru skemmdarverk á ganginum og í þvottahúsinu,“ segir íbúinn.
„Fyrst var þetta saklaust en samt mjög illa gert,“ segir Arnar. Þá hafði aðilinn tekið húsgögn sem voru á sameigninni og staflað þeim inn í lyftuna yfir nóttina svo þeir sem þurftu að komast í vinnu daginn eftir þurftu að nota stigann.
Verknaður aðilans fór að færast í aukana með tímanum. „Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélum og setti hana af stað. Hún er núna ónýt,“ segir hann.
Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. 3/? pic.twitter.com/mF7b8vSwnc
— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022
Því næst hafi aðilinn sett heimilisáhöld og dagblöð og sett þau í þvottavélina ásamt heilum dunk af þvottaefni og stíflað hana. „Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi.“
Síðast í gær hafi aðilinn farið í sameiginlega þvottahúsið og kastað þvott sem var í þvottavélum og þurrkara á gólfið. „Þvotti hjá öðru fólki“, segir Arnar.
Núna í gær þá fór hann niður í þvottahús og kastaði þvottinum sem var í 2 þvottavélum og þurkara blautum á gólfið. Þvotti hjá öðru fólki. 5/? pic.twitter.com/qWv15xnuVL
— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022
Þá segir Arnar einnig frá því að aðilinn hafi einnig falið öll slökkvitæki hússins í nokkra daga.
Íbúinn segir sameignina vera læsta svo aðilinn gæti ekki komist inn í húsið án þess að hafa lykil, því hljóti aðilinn að vera annar íbúi í húsinu.
Ekki náðist í Félagsstofnun stúdenta við vinnslu fréttarinnar.