Karl Gauti Hjalta­son, fyrr­verandi þing­maður Mið­flokksins og fyrr­verandi sýslu­maður, segir at­kvæði Al­þingis­kosninganna í Norð­vestur­kjör­dæmi ónýt eftir klukkan átta á sunnu­degi eftir kosningu og segir að Al­þingi geti á­kveðið að úr­skurða að fyrri talning gildi, því hún sé öruggari. Erfitt sé að vita hvort átt hafi verið við at­kvæðin eftir að loka­tölur voru kynntar því þau voru ekki tryggð í sam­ræmi við kosninga­lög.

Þetta sagði Karl Gauti á Sprengi­sandi á Bylgjunni í morgun. Karl Gauti kærði fyrstu endur­talninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi en hann er einn þeirra fimm þing­manna sem missti jöfnunar­þing­sæti sitt eftir að aðrar tölur voru kynntar í kjöl­far endur­talningar. Málið er nú til rann­sóknar hjá kjör­bréfa­nefnd sem fékk síðasta föstu­dag af­hent gögn lög­reglunnar Vestur­landi, en hún lauk rann­sókn sinni fyrr í vikunni.

„Ætli starfs­heiti mitt sé ekki bara í vafa,“ sagði Karl Gauti í þættinum þegar Kristján Kristjáns­son, um­sjónar­maður þáttarins, spurði hvernig hann ætti að titla hann.

Karl Gauti sagði þar að það væri mikill mis­skilningur í gangi varðandi endur­talningu, at­kvæði, inn­sigli og annað en að það væri allt mjög mikil­vægt. Hann sagði hlut­verk um­boðs­manna flokkanna mjög mikil­vægt í þessu til­liti.

Varðandi talningu sjálfa sagði hann skýrt í kosninga­lögum hvernig hún eigi að fara fram og fór yfir það en hann hefur reynslu af talningu at­kvæða sem fyrr­verandi sýslu­maður.

„Ef það koma upp mis­tök, sem gerist oft, það kemur upp ein­hver mistalning eða tölurnar stemma ekki og þá gerist það um nóttina og þá verðum við langt frá nótt og þá eru menn að telja sig til baka,“ sagði Karl Gauti og að stundum taki það stuttan tíma en stundum langan.

„En menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna,“ sagði hann.

Loka­tölur ekki breyst með þessum hætti

Hann sagði að það væru engin önnur dæmi í Ís­lands­sögunni þar sem að at­kvæði hafa verið talin aftur eftir að loka­tölur eru kynntar. ef það eigi að telja eftir það þá sé strangt ferli sem segi til um fram­kvæmd þess. Það þurfi, sem dæmi, ein­hver að biðja um það eða ein­hver að gera at­huga­semd, sem enginn gerði í þessu til­viki, heldur hafi „mönnum allt í einu dottið í hug“ að telja aftur.

„Þetta er ekki svona ein­falt í lögunum,“ sagði Karl Gauti.

Hann sagði það skýrt í lögunum að ef það eigi að gera það þá þurfi að aug­lýsa talninguna og boða kjör­stjórn og um­boðs­menn og telja fyrir opnum dyrum. At­kvæðin eigi að koma, inn­sigluð, sem þau voru ekki þarna í fjóra eða fimm tíma, og þau opnuð undir vökulu auga allra.

Karl Gauti sagði að ekkert af þessu hefði gerst þarna og gerði at­huga­semdir við það hvernig skilið var við at­kvæðin og hvernig þeirra var gætt því það sé mjög skýrt í kosninga­lögum hvernig það eigi að fara fram.

„Það er bók­staf­lega bannað að vera færri en tveir í kringum kjör­seðlana,“ segir hann og vísað til kosninga­laga um að það verði að vera í það minnsta tveir í kjör­stofunni en því var ekki fylgt í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Karl Gauti sagði það full­kom­lega eðli­legt að at­kvæði séu talin oftar en einu sinni á kosninga­nótt, eða hluti þeirra. Það gerist oft.

Eðlilegt að telja oft á kosninganótt

Hann sagði alls kyns villur geta komið upp og erfitt að komast í gegnum kosninga­nótt án þess að fá ein­hverja villu. Hann lýsti því hvers konar villur geta komið upp en þær geta komið upp hjá kjör­stjórn eða hjá þeim sem eru við kosningar og eru að skrá kjós­endur.

„Lögin gefa engan af­slátt á þessu,“ sagði Karl Gauti um fram­kvæmd endur­talningar og að hún þurfi að fara fram með ná­kvæm­lega sama hætti og talningin sjálf. Hann sagði að það ætti ekki að gefa út loka­tölur ef það hefur ein­hver at­huga­semdir við þær.

„Þetta orð endur­talning er ekki til í lögunum,“ sagði Karl Gauti og að eina endur­talningin sem gæti verið vísað í lögum væri sú sem fer fram þegar það er verið að leið­rétta villur við talningu en það sé gert marg­oft á kosninga­nótt áður en loka­tölur eru gefnar út.

Hann sagði að það gætu auð­vitað komið upp þær að­stæður þar sem að það er talið aftur, eins og gerðist í Suður­kjör­dæmi, þar sem ein­hver krefst þess og þá er aug­lýstur staður og stund og gert fyrir opnum dyrum og inn­sigli rofin undir eftir­liti.

Í við­talinu fór hann einnig yfir það hvort að fyrri eða seinni talning eigi að gilda og sagði að at­kvæðin væru ónýt því að þau hefðu ekki verið inn­sigluð.

„Það er búið að eyði­leggja at­kvæðin í þessu kjör­dæmi“ og sagði að það viti enginn hvort að það hafi ein­hver átt við at­kvæðin í kjör­dæminu.

Hann sagði nokkrar leiðir færar í fram­haldinu en það væri að Al­þingi eða kjör­bréfa­nefnd úr­skurði um at­kvæðin og kosninguna. Hann sagði að Al­þingi gæti á­kveðið að miða við talningu sem þau telja örugga.

Hægt er að hlusta á við­talið í heild sinni á vef Vísis hér.