Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri­hreyfingarinnar græns fram­boðs, segir úr­sögn vara­þing­manns flokksins og annarra fé­laga í vikunni ekki þær fyrstu og að hún búist ekki við því að þær hafi á­hrif á lands­fund flokksins sem er um helgina. Í það minnsta sex þing­menn hafa, sam­kvæmt upp­lýsingum frá skrif­stofu VG, sagt sig úr flokknum eftir að út­lendinga­frum­varpið var sam­þykkt sem lög á þingi í vikunni.

„Það er alltaf leiðin­legt þegar leiðir skilja í stjórn­málum en það er ekki ó­vana­legt. Þetta þekkjum við vel í VG. Ég vil segja það að ég tel að þing­menn sem hafa unnið að þessu máli hafi lagt sig fram um að eiga virkt sam­tal við gras­rót flokksins,“ segir Katrín og að það hafi skilað sér í breyttu frum­varpi.

„Það voru gerðar grund­vallar­breytingar á því vegna krafna frá Vinstri­hreyfingunni grænu fram­boði sem eiga beinar rætur að rekja til gras­rótarinnar og það sama má segja um breytingar sem urðu á því í þing­legri með­ferð,“ segir Katrín og að þing­menn VG hafi unnið að mál­efninu af heilindum.

Síðar í dag hefst lands­fundur VG á Akur­eyri og segist Katrín eiga von á góðri stemningu á fundinum. Þetta séu ekki fyrstu úr­sagnirnar úr flokknum og að hún telji þær ekki hafa á­hrif.

„Ég á von á því að það verði góð stemning. Það er góð mæting þótt hann sé utan höfuð­borgar­svæðisins og ég á von á góðum um­ræðum, eins og alltaf,“ segir hún að lokum.

Í til­kynningu frá VG fyrr í dag kom fram að um 200 fé­laga sækja fundinn sem hefst klukkan 17 í dag. Katrín flytur setningar­ræðu klukkan 17.30 sem verður hægt að horfa á í streymi. Kosið verður til stjórnar og flokks­ráðs á fundinum.

Nánar hér á vef flokksins.