„Staðan núna er svipuð og í nótt. Við erum enn­þá að dæla,“ segir Jóhann K. Jóhanns­son, slökkvi­liðs­stjóri Fjalla­byggðar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Mikil úr­koma hefur verið á Norður­landi eystra síðast­liðinn sólar­hring og á­fram er gert ráð fyrir úr­komu í dag, til dæmis við Siglu­fjörð og Ólafs­fjörð þar sem slökkvi­liðið hefur haft í mörg horn að líta.

Flætt hefur inn í heima­hús og fyrir­tæki á Ólafs­firði en enn sem komið er hafa engin út­köll borist frá Siglu­firði. „Það virðist hafa verið minni úr­koma þar og kannski minni á­kefð í henni.“

Jóhann segir að rignt hafi nær linnu­laust í alla nótt.

„Við fengum fyrsta út­kall skömmu fyrir klukkan 23 í gær­kvöldi um vatns­leka í heima­húsi og það komu önnur hús hvert á fætur öðru í kjöl­farið. Þetta er á nokkuð af­mörkuðu svæði á Ólafs­firði, mið­svæðis þar sem bæjar­stæðið liggur lægst,“ segir hann.

Jóhann segir að slökkvi­liðið hafi náð að sinna þeim að­stoðar­beiðnum sem hafa borist en hann á allt eins von á því að beiðnum muni fjölga með morgninum þegar fólk fer að líta inn í kjallara húsa sinna.

Á­fram er gert ráð fyrir rigningu á Norður­landi eystra í dag en Jóhann sagði við blaða­mann á níunda tímanum í morgun að til­finning hans væri sú að úr­koman hefði að­eins minnkað. „Það tekur tíma að dæla þessu í burtu. Það er alls staðar mikið vatn, hvert sem litið er.“