Ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar Félags- og vinnumarkaðsráðherra um að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál hafa skiljanlega vakið talsverða athygli.

Jón hélt því fram í kvöld að það væri algjör samstaða innan ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttafólks, en Guðmundur vísaði því á bug í kjölfarið og sagiðst ekki sáttur með störf Jóns í málaflokknum.

Mikið hefur farið um málið á samfélagsmiðlum, og á meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru þingmenn stjórnarandstöðunnar. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, veltir til að mynda fyrir sér framtíð ríkisstjórnarinnar í færslu á Twitter.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og segir viðtalið athyglisvert segist hugsi yfir því.

Karl Ólafur Hallbjörnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, spyr síðan hvernig Vinstri grænir geti réttlætt samstarfið fyrir sér.