Ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar Félags- og vinnumarkaðsráðherra um að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál hafa skiljanlega vakið talsverða athygli.
Jón hélt því fram í kvöld að það væri algjör samstaða innan ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttafólks, en Guðmundur vísaði því á bug í kjölfarið og sagiðst ekki sáttur með störf Jóns í málaflokknum.
Mikið hefur farið um málið á samfélagsmiðlum, og á meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru þingmenn stjórnarandstöðunnar. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, veltir til að mynda fyrir sér framtíð ríkisstjórnarinnar í færslu á Twitter.
Ég er kannski gamaldags, en þegar ráðherra er farinn að saka annan ráðherra um lygi, þá finnst mér þeir varla geta verið saman í ríkisstjórn.https://t.co/qTT3a3V1sd
— Andrés Ingi (@andresingi) May 24, 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og segir viðtalið athyglisvert segist hugsi yfir því.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra ríkisstjórnar vinstri grænna. Eftir innkomu varaformanns VG í tíufréttum er ekki laust við að maður sé ögn hugsi…
— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) May 24, 2022
Karl Ólafur Hallbjörnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, spyr síðan hvernig Vinstri grænir geti réttlætt samstarfið fyrir sér.
ætlar vg að sætta sig við það að hverri einustu hugsjón sem flokkurinn á að standa fyrir í orði sé fórnað á altari valdsins? hvað er að gerast hjá flokksliðum? hvernig réttlæta þau þetta fyrir sjálfu sér?
— kalli🍒 (@kirsuberjabaka) May 24, 2022