Rann­sóknar­teymi Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, WHO, mun á næstu dögum ræða við starfs­menn Veiru­fræði­stofnunar Wu­han vegna kóróna­veirufar­aldursins en veiran kom fyrst upp í kín­versku borginni í lok desember 2019.

Teymið hélt til borgarinnar í janúar og mun rann­sókn standa yfir næstu vikur. Þau rann­saka nú upp­tök far­aldursins og hvernig veiran breiddist út en stað­fest smit á heims­vísu eru tæp­lega 104 milljón talsins og hafa tæp­lega 2,26 milljónir manna látist.

Kín­versk yfir­völd hafa verið treg til að hleypa teyminu inn í landið en sam­þykktu heim­sóknina þó að lokum eftir langar við­ræður við WHO. Vel virðist hafa tekist að hemja út­breiðslu far­aldursins þar í landi en Kína er að­eins með um 100 þúsund stað­fest til­felli og 4820 and­lát.

Rannsaka upptökin

Að því er kemur fram í frétt AP frétta­stofunnar um málið mun teymið ræða við starfs­menn um ýmsa mikil­væga hluti sem snúa að far­aldrinum en teymið heim­sótti stofnunina í gær. Ó­ljóst er ná­kvæm­lega hvað starfs­menn verða spurðir út í en teymið hefur lítið tjáð sig um heim­sóknina.

Meðal með­lima rann­sóknar­teymisins eru veiru­fræðingar, dýra­fræðingar, mat­væla­öryggis­fræðingar og aðrir sér­fróðir frá Banda­ríkjunum, Þýska­landi, Rúss­landi og fleiri löndum.

Talið er að það muni taka nokkur ár að stað­festa upp­tök far­aldursins en meðal þess sem verið er að skoða er hvort, og þá hvernig, veiran hafi borist til manna úr villtum dýrum.