Hækkuðu hlutabréf í Tesla um tæp sex prósent í gærmorgun sem gerir 31% hækkun frá áramótum. Hlutabréf í Tesla hafa meira en tvöfaldast í verði eftir að fyrirtækið skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi 2019 og sagði fjárfestum í leiðinni að það væri á undan áætlun að opna fyrirhugaða verksmiðju sína í Kína. Elon Musk, forstjóri Tesla mun græða mikið ef markaðsvirði Tesla helst svona hátt í ákveðinn tíma, en í samningi hans mun hann fá 346 milljónir dollara ef að virði Tesla er yfir 100 milljörðum dollara í nokkra mánuði