Talsvert hefur borið á því að þeir sem borguðu snemma inn á bíla hjá Tesla í Bandaríkjunum væru ekkert endilega framar í röðinni en aðrir sem pantað hafa bíla. Í svari til íslensks viðskiptavinar frá Tesla kemur fram að búast megi við af hendingum bílanna í mars þrátt fyrir að stormar í Evrópu hafi valdið vandamálum. Bílarnir koma í stórum bílaflutningaskipum yfir Atlantshafið. „Þó að þú hafir tryggt þér eintak tímanlega gæti vinur þinn fengið bíl á sama tíma og þú“ segir í svari Tesla. „Bílarnir koma í stórum sendingum til Íslands og afhendingartími ræðst af afgreiðslu nýrrar dreifingarstöðvar okkar á Íslandi.“ Tesla á Íslandi hefur nýlega tekið húsnæði Honda umboðsins fyrrverandi í Vatnagörðum á leigu tímabundið til að flýta fyrir afhendingu bílanna. Búast má því við að Tesla bílum fari að fjölga umtalsvert á götunum þegar líða fer á vorið.