Svo gæti farið að breska lög­reglan snúi sér að Teslu þegar kemur að því að endur­nýja bíla­flotann en níu mánaða til­rauna­verk­efni þar í landi hefur gefist vel.

Fyrr á þessu ári út­vegaði banda­ríski raf­bíla­fram­leiðandinn bresku lög­reglunni nokkrar Teslu Model 3- bif­reiðar til reynslu og hafa þær fengið lof­sam­lega dóma frá lög­reglu­mönnum.

Upp­gefin drægni um­ræddra bif­reiða er rúmir 600 kíló­metrar og geta þær, við bestu að­stæður, ekið í nokkrar klukku­stundir án þess að þurfa hleðslu. Og þegar þeir þurfa hleðslu eru þeir býsna fljótir að ná í raf­magn í Supercharger-hrað­hleðslu­stöðvum Teslu.

Bílarnir eru gríðar­lega hraðir og komast þeir frá 0 upp í 100 kíló­metra hraða á að­eins 3,3 sekúndum.

Í skýrslu um bílana frá bresku lög­reglunni kemur fram að al­menn á­nægja hafi verið meðal lög­reglu­þjóna með bif­reiðarnar.

Ekki hefur þó verið tekin á­kvörðun um það hvort gengið verði til samninga við banda­ríska bíla­fram­leiðandann um fram­haldið en ljóst má vera að raf­bílar munu brátt ryðja sér til rúms hjá lög­reglu­em­bættum víða um heim.