Engar ljósmyndir hafa náðs af bílnum ennþá og þær sem er á vefnum og fylgja meðal annars þessari frétt eru tölvugerðar ágiskanir miðað við lýsingar Elon Musk af farartækinu, sem eru vægast sagt óljósar. Hann hefur meðal annars sagt að pallbíllinn sé eins og tunglbíll og að hann verði alvöru jeppi með mikla torfærueiginleika. Einnig á grunnútgáfa hans að kosta 49.000 dollara sem er undir verði á nýjum Ford F-150 pallbíl í Bandaríkjunum sem er aðal keppinautur Tesla pallbílsins. Hver endanleg útkoma verður fáum við að sjá eftir tvær vikur.

Ein af nýrri myndunum af bílnum sýnir hann sem óvenjulegan "Cybertruck" eins og hann hefur verið kallaður.
Skuggamyndin fyrir aftan sýnir stærð Ford F-150 sem verður helsti keppinautur Tesla pallbílsins.