Hjá Tesla stendur til að leigja fyrrum aðstöðu Honda umboðsins í Vatnagörðum undir afgreiðslu sendinganna. Verður standsetningin færð þangað á meðan á afgreiðslu sendinganna stendur. Tesla vill ekki gefa upp neinar tölur í því sambandi en ónafngreindur heimildarmaður Fréttablaðsins sagði að um yfir 300 bíla væri að ræða og að Tesla myndi afgreiða um 40 bíla á viku þegar sendingin er hingað komin. Ljóst er að þessi mikla innspýting mun hafa talsverð áhrif á bílamarkaðinn á Íslandi. Til samanburðar var mest seldi bíllinn 2019 Toyota RAV4 með 696 eintök seld, en þarf af voru 347 til einstaklinga.