Þessar fimm stöðvar sem innihalda hleðslutengi fyrir 20 bifreiðar eru hluti af tilraunaverkefninu Tesla á Íslandi, sem gerir það að einu stærsta hraðleðsluneti landsins. Þessi stækkun styrkir stöðu Supercharger hraðhleðslunets Tesla sem er stærsta hraðhleðslunet (> 150 kW) í Evrópu, segir í fréttatilkynningu frá Tesla. "Greiður aðgangur að stóru, þægilegu og áreiðanlegu hraðhleðsluneti  er mikilvægt fyrir notkun rafbíla og til að mæta þeirri þróun í fjölgun þeirra á götum landsins. Einmitt þess vegna höfum við, frá því að við opnuðum fyrstu Supercharger hraðhleðslustöðina okkar árið 2012, verið staðráðin í hraðri stækkun netsins. Í dag rekum hraðhleðslunet þar sem 35.000 bifreiðar geta hlaðið á sama tíma. Það hefur alltaf verið markmið okkar að opna Supercharger hraðhleðslunetið fyrir alla rafbíla og með því að gera það hvetjum við fleiri til að taka skrefið og skipta yfir í rafmagnið. Eftir því sem fleiri viðskiptavinir nota Supercharger hraðhleðslunetið, gerir það okkur kleift að hraða stækkun þess. Markmið okkar er geta brugðist hratt við breytingum og eftirspurn, þannig getum við stækkað Supercharger hraðhleðslunetið svo að viðskiptavinir Tesla sem og aðrir rafbílanotendur geti nýtt sér öfluga hraðhleðslunetið okkar."

Með þessu tilraunaverkerfni Tesla eru nokkrar stöðvar nú aðgengilegar ekki bara fyrir viðstkiptavini Tesla heldur alla rafbílanotendur í völdum löndum í gegnum Tesla appið. Boðið eru upp á tvær leiðir til að gerast viðskiptavinur stöðvanna. Hægt er að velja að greiða fast mánaðargjald (1800 kr. á Íslandi) í appinu til að fá aðgang að lægra hleðsluverði pr. kWh.. Þá er verðið það sama og Tesla eigendur greiða (að meðaltali 61,60 kr. pr. kWh. á Íslandi). Þeir sem kjósa ekki að greiða fast mánaðargald geta hlaðið en greiða hærra verð pr. kWh. (79 kr. pr. kWh. á Íslandi). Verðin á stöðvunum eru mismunandi eftir landsvæðum en allar upplýsingar um verð á hleðslu má finna í Tesla appinu. Tesla eigendur geta haldið áfram að nota þessar stöðvar eins og þeir hafa alltaf gert og verður fylgst náið með nýtingu á hverri stöð m.t.t. biðtíma o.s.frv.