Model Y fékk hæstu heildareinkunn af öllum ökutækjum sem voru prófuð að þessu sinni hjá Euro NCAP. Model Y náði 98% árangri í öryggisaðstoðarflokki Euro NCAP sem metur virka öryggiseiginleika ökutækja, þar á meðal getu til að forðast slys, draga úr meiðslum og koma í veg fyrir að ökumenn keyri óviljandi út af akrein. Prófið var fframkvæmt með Model Y sem búin er með Tesla Vision tækninni. Model Y náði einnig 97% árangri í flokki verndar á fullorðnum farþegum sem var það hæsta af öllum ökutækjum sem prófuð voru í þessum flokki.