Hröðunin er svo rúsínan í pylsuendanum en Model S Plaid er aðeins 1,9 sekúndur í hundraðið en það er það besta sem nokkru sinni hefur sést í fjöldaframleiddum bíl. Mun hann einnig geta farið kvartmíluna á undir 9 sekúndum. Bíllinn er búinn þremur rafmótorum og fjórhjóladrifi. Tesla er þegar farið að taka við pöntunum í þennan bíl en hann kostar tæpar 19,5 milljónir króna í Bandaríkjunum.