Alls hafa 403 Tesla bílar verið skráðir í lok mars en aðeins fjórir þeirra eru ekki Model 3, en tveir Model X og tveir Model S hafa verið skráðir. Það eru ótrúlegir yfirburðir eins bíls þar sem að Toyota eða Volkswagen ná ekki einu sinni Model 3 með öllum sínum vinsælu tegundum. Það sem hefur áhrif á þessar tölur er þó sú staðreynd að afhending Tesla Model 3 bíla hefur verið mikil undanfarið, en þrjár stórar sendingar eru komnar á árinu. Eru það í flestum tilfellum bílar sem pantaðir voru í fyrra eða jafnvel hittifyrra. Skráningartölur nýrra bíla eru þó viðmiðin fyrir bílasölu ársins og því eru þessar tölur eins og þær eru en áhugavert verður að skoða árið í heild sinni sem eflaust verður Model 3 hagstætt.