Rafbílaframleiðandinn Tesla einsetti sér að bjóða rafmagnsbíl sem kostaði lítið en væri samt snarpur bíll, vel búinn og fallegur. Það virðist hafa lukkast því verð hans er 36.000 dollarar, eða um 3,6 milljónir króna, hann er býsna laglegur og er ekki nema 4,71 sekúndu í 100 km hraða samkvæmt nýlegri mælingu Inside EVs bílavefjarins. Það er vel innan uppgefinnar upptöku bílsins frá Tesla, en bíllinn er samkvæmt Tesla með uppgefna 5,1 sekúndna upptöku í 100 km hraða. 

Þetta ætti að gleðja þá kaupendur sem nú þegar hafa fengið afgreitt eintak af þessum nýja bíl Tesla, en þeim fer nú fjölgandi þar sem Tesla er nú að nálgast framleiðslu 5.000 eintaka á bílnum á viku. Tesla mun síðar bjóða Model S bílinn með enn öflugri rafhlöðum og tveimur rafmótorum og þá verður hann með enn snarpari upptöku, en aðeins dýrari þó. Sjá má myndskeið frá þessari mælingu Inside EVs í mynskeiðinu hér að ofan.